Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 10
Þetta er ,,Efri-Prinsess'. Þarna era gljúfrin geysihá,
eins og myndin sýnir.
nefndur Mósi, má segja að Gilsbakka-
eyrunum ljúki.
Farvegur árinnar þrengist nú mjög.
Hún rennur nú á milli brattra og hárra
hlíða að sunnanverðu en aflíðandi hjalla
að norðan.
Við nálgumst nú óðum hina svo-
nefndu heimahylji, en það eru veiði-
staðirnir umhverfis Víghól. En áður en
þangað er komið verður Wilson á leið
okkar. Er hann undir hinum háu blá-
grýtisskriðum rétt neðan við Eyrarn-
ar. Veiðistaður þessi hefur í sumum
sumrum þótt afbagðs góður, en mun
nú síðustu árin hafa grynnkað veru-
lega vegna frumburðar árinnar og
breytinga á rennsli hennar, og má
segja að veiðistaðirnir á Eyrunum séu
yfirleitt undir sömu sök seldir, flestir
hverjir frá ári til árs, og reynast því
misjafnlega góðir.
8
Kaflinn frá Wilson og niður að
„heimahyljunum“ er veiðistaðalaus. Á-
in rennur þar mestmegnis á grynning-
um.
Efri-Johnstone er efstur „heimahylj-
anna“ — fremur strengur en hylur.
Fast við hann er Neðri-Johnstone, tví-
skiptur ljómandi fluguhylur, talinn
með beztu hyljum árinnar. Þá kemur
Réttarhylur, einnig afbragðs veiðistað-
ur. Næst er Stuart, stór og mikill hyl-
ur en ekki að sama skapi veiðisæll.
Heljargátt er neðan við Stuart, mikill
hylur og djúpur, en leiðinlegur og ljót-
ur. Þvínæst er Spegillinn og þá Langi-
dráttur, en þar veiddi Björn Ólafsson,
fjármálaráðherra 35 lbs. hæng .1940 og
hefur Veiðimaðurinn áður birt mynd
af Birni með „þann stóra“. Neðan við
Langadrátt eru Efri-Pottur og Neðri-
Pottur, fallegir hyljir og svo loks Víg-
hólakvörnin, öðru nafni Hut-pool, sem
jafnan reynist prýðilega þegar lax er
í göngu.
Þessir eru þá heimahyljirnir svo-
nefndu, en á milli þeirra allra eru ótal
strengir og pollar, sem gefa góða veiði.
Yfirleitt má segja að á svæði þessu
sé veiðistaður við veiðistað. En það sem
meira er um vert er það, að hvergi er
eins fallegt og vinalegt við Þverá sem
einmitt á þessum kafla. Áin fellur
þarna um falleg gljúfur þar sem
brekkur víði- og lyngivaxnar teygja sig
frá efstu brún milli hamranna niður
að seytlandi kristallstæru vatni árinn-
ar.
En nú finnst Brún gamla hann vera
kominn heim, því að Víghóll stendur
á hæðinni rétt ofan við „Kvörnina".
Það rýkur, svo að kaffið hlýtur að vera
heitt á könnunni. Og ekki verður þú
fyrir vonbrigðum. Endurnærðir leggj-
um við aftur af stað niður með Þverá.