Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 12
streng á miðjum Norðtungueyrunum,
sem heitir Klapparstrengur. Magnús
Andrésson, fulltrúi, sem þekkja mun
manna bezt alla veiðistaðina í Þverá,
ekki síður þá smærri en þá stærri,
benti mér einu sinni á þennan stað, og
hann gefur alltaf lax, þegar rennt er
þar.
Eg geri ráð fyrir að þér finnist þetta
vera orðið all langt og strangt ferða-
lag, enda er nú dagur að kveldi kom-
inn og því mál að hvíla sig.
Þú hefur nú skoðað flesta hyljina í
ánni, en minna höfum við hirt um
strengina og pyttina, enda væri fráleitt
að reyna að hugsa sér að skoða þá alla
á einum degi. Þeir eru svo að segja
allstaðar í ánni.
Rétt áður en við ríðum í hlað á Norð-
tungu, verður Túnhylur á leið vorri, en
við látum öðrum eftir að lýsa Neðri-
ánni svo nefndri.
Já, góður var nú blessaður maturinn
og kaffið hjá Norðtungufrúnni og þökk
sé öll hennar rausn fyrr og síðar.
En áður en við göngum til náða, lang-
ar mig til að spyrja þig, hvert álit þitt
sé á þessari löngu, löngu á.
Ja, nú er „vandi að vara sig“, því að
þetta getur verið samvizkuspurning. En
þó held ég að niðurstöðurnar geti orð-
ið þessar:
Þverá er óvanalega rík af veiðistöð-
um og jafnframt ákaflega fiskisæl.
Þverá er lítil með tilliti til vatns-
magns og því mjög auðvelt að veiða
hyljina og strengina.
Þverá er ákaflega löng og erfitt að
ferðast með henni, því að vegir eru ill-
ir yfirferðar og lítt hirtir.
Þverá er mjög viðkvæm fyrir veðr-
um. Hún getur á örskammri stundu
orðið kolmórauð í rigningu eða norðan
roki. En þótt þetta megi teljast mikill
galli, þá upphefja kostirnir hann marg-
sinnis.
Þverárlaxinn tekur betur en laxar í
öðrum ám. Hann er yfirleitt ekki
vænn, þó að meðalþyngd hans muni
vera meiri en í öðrum ám í Borgar-
firði, að jafnaði sennilega í kring um 7
til 8 pund.
Þverá er fluguá, og ætti að varast að
nota maðkinn of mikið, því að hyljirn-
ir eru viðkvæmir, en maðkurinn stygg-
ir, svo sem kunnugt er. Flugustærðin
er bezt No. 8,7,6 og 5 — einkum ljósar.
Þú átt að nota litla og létta stöng í
Þverá. Það gefur þér margfalda gleði.
Þv.erá á rétt á því að vel sé með
hana farið, því að hún er góð við gesti
sína. Enda mun það einsdæmi að veiði-
maður á Víghól renni í ána án þess að
koma heim með veiði.
Svo að lokum þetta:
Brúnn gamli á þakkir skyldar fyrir
góða leiðsögn og ég get búizt við að
hann myndi vilja segja okkur álit sitt
á Þverá ef hann mætti mæla, hvort
sem það yrði í samræmi við það, sem
hér að framan er sagt, eða ekki.
Hitt er ég alveg viss um, að hann
myndi leggja áherzlu á þetta:
„Ef þú veiðir vegna íþróttarinnar og
gleðinnar, og hefur hemil á veiðigræðgi
þinni, þá láttu maðkinn skríða í moldu
sinni en leyfðu lónbúanum að leika sér
við fluguna þína. Þú veizt, að góða
veiði færðu í Þverá, hvort sem er“.
^ t'cf cpt eé/ftíeccfc’cf
VEIÐIMANNINN
10