Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 13
STÓRA-ÞVERÁ neðan Norðtungu. Veiðimaðurinn hefur átt kost á að hitta að máli þá Hallgrím Fr. Hall- grímsson, forstjóra og Magnús Andrés- son, fulltrúa, en þeir hafa nú um nokkra ára skeið stundað laxveiði í Stóru-Þverá, bæði hið efra og neðra, og þekkja því vel veiðistaði hennar alla. Veiðimaðurinn kann þeim þakkir fyrir að láta lesendum hans í té frá- sögn um Neðri-ána, en svo er veiði- svæðið í Stóru-Þverá almennt nefnt, það sem nær frá Norðtungu og til óss árinnar í Hvítá. Greinargerð þeirra félaganna má því með réttu teljast framhald af lýsing- unni á Stóu-Þverá, en henni lauk, eins og lesandinn mun minnast, við Túnhyl- inn, sem er rétt við túnfótinn í Norð- tungu. Vér gefum Hallgrími fyrst orðið, en honum segist þannig frá: Túnhylurinn er fremur lítill hylur og ekki mjög djúpur. Lax liggur þar tíð- um, en tekur ekki vel, sennilega vegna þess hve mikil umferð er við ána á þessu svæði, og mun því koma styggð að fiskinum þar. Magnús skýtur því inn í, að skammt ofan við Túnhyl sé laglegur strengur, sem stundum gefi sæmilega veiði, en kveðst ekki muna nafn á honum. Þá tekur næst við Brúarhylurinn og fast neðan við hann Kirkjuhylur. Brúarhylurinn er mikill og djúpur með freyðandi hvítfyssandi straum- kasti efst, þar sem áin fellur í stokk fram af klöppunum, án þess þó að um foss sé að ræða. Hellur og klappir eru í hylnum of- Veiðin er vegin og metin á hla<5inu t Norðtungu. anverðum en malarbotn tekur við er neðar dregur. Ekki er Brúarhylurinn veiðisæll þó að svo mætti ætla, vegna þess hve hann er að ýmsu leyti fallegur og fjölbreyti- legur. Kirkjuhylurinn er miklu fremur strengur en hylur og er lítt veiðisælli en Búarhylurinn. En í honum er fall- egt straumkast fyrir flugu enda fer hún þar vel. Nú er komið að alllöngum kafla, sem heita má að sé veiðistaðalaus. Áin rennur hér að mestu á grynningum — þrotlausri gönguleið fyrir laxinn. Á þessu svæði má þó nefna Guðnabakka- hyl, sem þótti áður góður og fengsæll veiðistaður. Þetta fyrrgreinda svæði árinnar, seg- ir Hallgrímur, nær frá Kirkjustrengn- um og niður að Ármótakvörn. Magnús tekur hér fram í og segir, að skammt ofan við „Kvörnina“ sé dálítill strengur sem Ástarstrengur nefnist. „Já, það er alveg rétt. En hefur nokk- urn tíma veiðst þar lax?“ spyr Hall- grímur. „Nei“ er svarið. Gælunafn á litlum, fallegum en lé- legum streng! 11

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.