Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 18
laxgeng, nema þá í aftaka þurrkum, en
sá hængur er á, að skammt neðan við
Sveinatungu er 2—3 metra hár foss
— Króksfoss —, er algerlega hindrar
fiskgöngu, og er það vissulega mikill
bagi, þar sem fjöldi fagurra hylja
og veiðilegra strengja eru hér á ca. 20
km. langri straumleið Norðurár. Von-
andi verður að því unnið að ryðja lax-
inum braut á einhvern hátt, er hagfelld-
astur reynist og öruggastur fyrir fram-
tíðina.
II.
Frá Króksfossi að Glanna.
Að vestanverðu á svæðinu frá Króks-
fossi að Glanna falla eftirtaldar ár í
Norðurá:
1. Sanddalsá. Hún fellur um Sand-
dalinn og mætir Norðurá, þar sem hún
brýzt fram úr Króksgljúfrunum skammt
fyrir neðan Sveinatungu. Sanddalsá er
að vatnsmagni nokkuð svipuð Hellisá,
þó ef til vill
heldur lygnari
neðantil og
rennur um slétt-
ar eyrar neðst
í Sanddalnum,
en framar eru
góðir laxahyljir
1 ánni. í seinni
tíð hefur lítils-
háttar orðið
vart við lax í
ánni síðari hluta
sumars, en ekki
mun þó ennþá
vera mikil
brögð að því.
2. Litlaá. Hún
fellur í Norður-
á rétt fyrir framan Hvamm. Það er lítil
spræna.
3. Dýrastaðaá. Hún fellur fast norðan
við bæinn Dýrastaði, beint í Norðurá.
Hún er sömuleiðis lítil venjulega. í
sumarþurrkum er hún alveg þurr en vex
oft fljótt.
4. Búðardalsá. Hún er örlítil spræna
rétt fyrir framan Klettsstíu. Ekki er mér
kunnugt um, að lax hafi veiðzt í þessum
3 síðasttöldu ám.
5. Bjarnadalsá. Hún fellur um
Bjarnadal og brýst fram úr djúpu ár-
gljúfri skammt fyrir neðan Dalsmynni
og greinist í þrjár hvíslar, sem falla um
sléttlendi Norðurárdalsins. Vestasta læn-
an fellur vestur með Hvassafelli og
vestur undir bæinn Hraunsnef og fell-
ur þar í Norðurá. Hinar hvíslarnar eru
vatnsmeiri, einkanlega sú í miðið, og
falla þær þvert í Norðurá. Eitthvað mun
hafa orðið vart við lax í ánni í seinni
tíð og má búast við, að lax gæti orðið
talsverður í henni í framtíðinni, því að
víða eru fallegir hyljir í ánni fram í
16