Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 26
>■Yngsti veiðima8urinn“ og Kristján Sólmundsson, stangavi8ger8arma8ur, róa upp StetytjarfljótiS. Hábrekknavaðið er svonefndur Munað- arstrengur, en það er talsvert fyrir framan Munaðarnes. í seinni tíð hefur veiðst þar dálítið og niðurmeð bökkun- um fyrir neðan. Áin fellur um leirur úr þessu og er mjög misdjúp og breyti- leg. Neðan við Munaðarnes tekur við stór og mikill hylur, er Haugahylur er nefndur. Ádráttarveiði hefur verið stunduð þar til skamms tíma. Þegar áin hefur verið mjög lítil svo að hún hefur vart verið laxgeng ofan við Mun- aðarnesstrenginn, hefur oft safnazt mikið af laxi í Haugahyl. Norðurábrú liggur yfir hylinn. Til forna var vað neðan við Haugahylinn, en var alltaf nokkuð djúpt. Áin er mjög lygn úr þessu, enda alldjúp yfirleitt. Var um tíma, meðan vegakerfið var lélegt, far- ið á smá-mótorbátum úr Borgarnesi alla leið upp að Munaðarnesi. Einn hylur, allstór, er undan Staf- holti við svonefndan Stafholtskastala, sem Kastalahylur er nefndur. Þar sést oft ógrynni af laxi. Silungur er einnig : nokkur neðan til í ánni og er oft veitt talsvert af honum upp um ís að vetri til. Annars er lax um alla ána þar neðra. Dregið hef ég 4 laxa á spoon af báti skammt neðan Flóðatanga. V. Hér að framan hefur verið reynt að draga upp mynd af laxveiðiánni Norð- urá. Reynt hefur verið að lýsa veiði- stöðum, þannig að veiðifús lesandi hefði eitthvert gagn af, er á hólminn kæmi. Því miður mun ekki vera hægt að birta skýrslur yfir árlega veiði í Norð- urá undanfarin ár, en nokkra hugmynd munu þó kunnugir geta skapað sér um það. Ég hef um 7 ára bil verið við Norð- urá við laxveiði, frá því í byrjun júní til ágústloka. Laxveiðisvæðið var frá Glanna niður fyrir Kálfhyl, eða aðal- laxveiðisvæðið. Aðallega var veitt á tvær stengur og má telja, að árleg veiði hafi verið frá 300 til 800 laxar. Auk þessa var veitt talsvert af öðrum, bæði í Hreðavatnsveiðum, ofan og neð- an Glanna, og eins fram um alla á. Þetta gefur því nokkra hugmynd um hvílík auðæfi Norðurá flytur. Allmik- il áraskipti eru á stærð laxins í Norð- urá eins og í öðrum ám. Eitt árið var meðal laxaþunginn 6—7 libs, annað ár- ið var meðalþunginn 10—11 libs. Stærsti lax, sem veiddist meðan ég var við Norðurá, var veiddur í Myrkhyl og var 36 libs. Það má ljóst vera, að mikið mætti auka laxagengdina í Norðurá. í fyrstu lagi með auknu klaki. í öðru lagi með umbótum á fossunum frá því sem er og þá sérstaklega með laxastiga í Króks- fossi. í þriðja lagi, og það ef til vill ekki 24

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.