Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Side 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Side 27
Yngsti veiöimaöurinn Magnús Valdimar Ármann, sonur hins víðfræga „laxapabba“, Sigbjörns Ármanns, kaupmanns, veiddi 6 punda hrygnu í Hvararhyl í Norðurá hinn 30. ágúst í sumar. Hann er ekki nema 10 ára gamall. „Snemma beygist krók- urinn“ segir máltækið, og það virðist ætla að sannast á þessum unga veiði- manni. En skyldi hann samt sem áður Yngsti veiSimaSurinn. nokkurntíma verða eins æstur í laxinn Magnús Valdimar Ármann. eins og „pabbinn?“ þýðingarminnst, með því að netaveiði væri lögð niður í Borgafirðinum og Hvítá, og er það mál, sem þyrfti nánari rannsókn og athugun á. Hvað beita er bezt í Norðurá? Þetta er spurning, sem margur veiðimaður setur fram, þegar um veiðivatn er að ræða. Telja verður að fluga sé jafn- bezta beita fyrir Norðurá. Straumur er yfirleitt ákjósanlegur fyrir hana. Blue charm, Blue doctor, Chrossfield, Dusty Miller og Silver Wilkinson (tvær síð- astnefndar sérstaklega í björtu) eru al- gengustu flugur og þær er bezt reynd- ust í minni tíð við ána. Þegar áin er í vatnavöxtum hefur ánamaðkur verið drýgztur, einnig ýmiskonar tálbeita svo sem minnow og spoonar. Það mun mála sannast, að fáar veiði- ár muni skemmtilegri en Norðurá. Landslagið er víða hrikalegt en þó ber meira á yndisþokka og fegurð. Að norðanverðu er víðast skógarkjarr og hér og þar fallegir hvammar og hlý- legar hraunlautir, þar sem Brókarhraun er, að ógleymdri fjallasýninni, sem er víða mjög fögur. Þetta hjálpar til að halda veiðimanninum í góðu skapi. Þegar við bætist, að ágæt veiðihús eru við ána, hér og hvar, þá er litlu við að bæta, hvað ánægjuna og góða aðbúð snertir. Ég læt hér staðar numið. Vil aðems taka það fram, að nöfnin á hyljunum hef ég haft eftir bændunum á bæjunum meðfram ánni og fest mér í minni er ég dvaldi þar efra. 25

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.