Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 32
— Fossinn — VeiSimannahúsin í baksýn. og mikið vatn í ánni í maímánuði, lax verið kominn í byrjun veiðitíma. Upptök Grímsár eru úr Reyðarvatni. Rennur hún niður Lundarreykjadal og Andakíl, þar til hún fellur í Hvítá skammt fyrir ofan Hvítárvelli. Efstu veiðistaðir í ánni eru hinar svo- kölluðu Gullberastaðaveiðar. Ekki er þar mikill lax enn sem komið er, en þær eiga fyrir sér að batna, því stutt er síðan þær voru friðaðar fyrir netum. Lundahylur og Kotakvörn, beint fram undan bænum að Lundi eru nú orðnir mjög skemmtilegir veiðistaðir. Hefur laxinum mjög fjölgað þar hin síðustu árin. Sama er að segja um Skarðshyl. Veiðiaðstaða er þar þó ekki eins góð nema í hylnum Skarðsmegin. Nú kemur langur kafli í ánni, sem engir teljandi veiðistaðir eru, þar til komið er að Grafarhyl. Hann er stærsti og bezti hrygningarstaður í ánni, breið- ur og lygn og hefur öll hin ákjósanleg- ustu skilyrði. Laxmergðin er þar oft ótrúlega mikil og veit ég til að eitt sinn áður fyrr, er dregið var á þar, fengust 160 laxar 1 einum drætti, og þó stökk laxinn á eftir eins og aldrei hefði verið hreyft við honum. Veiðiaðstaða er góð báðum megin: Þó mun bezt að standa á klapparhorninu Grafarmegin. Er það vafalaust einn bezti flugustaður í ánni einkum þegar vindurinn stendur niður dalinn og vatnið er hæfilega gárað. Við neðri enda Grafarhyls er Hross- hylur. Laxinn sveimar oft á milli hylj- anna og er þess vegna frekar vandhitt- ur. Um alla þá staði, sem nú hafa verið nefndir er það sameiginlegt, að laxinn kemur þangað uppeftir ekki að neinu ráði fyrr en um miðjan júlímánuð eða seinna. Frá Hrosshyl niður að Strengjum eru engir staðir teljandi. Smá strengir eru þó framundan Mávahlíð, en lítt eru þeir reyndir af veiðimönnum. Þá er og hyl- ur ofan við Strengina er Klapparfljót nefnist. Þangað fer lax, sem eftir er á haustum í hyljunum næst fyrir neðan, til að hrygna. Strengirnir skiptast í þrjá veiðistaði, efsta, mið og neðsta Streng. í Strengj- um þessum liggur lax allt sumarið frá því hann á annaðborð er kominn upp fyrir foss, enda eru þeir drýgstir að gefa lax af öllum veiðstöðum í ánni. Veiða má báðum megin við ána, en þó munu flestir vera Hestmegin, því þeim megin koma menn að ánni. Efsti strengur er mjór og straumharð- ur ofan til, en breikarr nokkuð er kom- ið er niður fyrir miðju og myndast þar lygna Múlakotsmegin við klöppina. Þar liggur laxinn mest. Mið-strengur er þar sem breiðast er. Þar eru rennur 1 klappirnar, sem lax- inn liggur í. Þarf aðgæzlu við að veiða 30

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.