Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 33
þar, einkum hættir mörgum við að láta laxinn verða varan við sig. í neðsta streng liggur laxinn ekki sem heitið getur nema ef áin er í vexti. í strengjunum hefur veiðst stærsti lax, sem í Grímsá hefur fengizt, veidd- ur af Halldóri Vilhjálmssyni, skóla- stjóra á Hvanneyri. Háði hann við hann einhverja þá mestu orustu sem ég hefi heyrt um. Eftir að hafa þreytt hann fram og aftur í lengri tíma, slitnaði úr laxinum, þar sem hann var kominn upp á grynningar. Fleygði Halldór þá frá sér stönginni og kastar sér ofan á laxinn, þar sem hann var að brjótast út í ána aftur, en hann var sleipur svo ekki gekk vel að festa hendur á hunum. Varð Halldóri þá það fangaráð að bíta í sporðinn og þannig draga hann upp. Lax þessi vóg 34 pund, og mjög leginn. Skammt fyrir neðan Strengi er Lækjar- foss, er var áður fyrr einn með beztu veiðistöðum. en hefur nú fyllst upp að mestu. Hörgshylur uridii brúnni er djúpur og siór hylur og oft liggur bar mikill lax en er tregur með einsdæm- um, nema á brúninni fyrir ofan tekur hann oft mjög vel. Frá Hörgshyl niður að Móbergshyl eru margir smá fossar og hávaðar, en aðstaða til veiði er leið- inleg í þeim flestum, og því lítt stund- uð. Veiðifoss og Cookpool eru þeirra helztir. Móbergshylur, miðja vegu milli hússins og Strengja er skemmtilegur lítill hylur, einkum þegar laxinn er í göngu. Svartistokkur: Hér rennur áin í þrengslum, sem mynda djúpan en þröng an stokk, með háum klöppum á báða vegu. Bezt er að byrja að veiða efst í Stokknum, er lítill munur hverjum meg- in staðið er, og smá færa sig niður. Þegar Stokknum sleppir, breiðir áin aftur úr sér og myndar lygnt og breitt fljót, Heimafljótið. Það er hinn ákjós- anlegasti flugustaður, einkum seinni part dags. Laxfoss: I fossinn og Myrkhyl, sem er norðan megin við Miðberg, kemur lax- inn fyrst á vorin, og eru það einu stað- irnir, sem teljandi veiðivon er í fyrstu 15 daga veiðitímans. Fyrir neðan foss- 31

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.