Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 34
Fossinn í Grímsá séður frá Lambakfettsfljótinu. inn myndast fyrst eins og ker, og við neðri enda kersins norðan megin, geng- ur klapparflúð út frá landinu. Yzt úti er flúðin hæst og líkast sem hún end'i á stórum steini, sem aðeins örlar á þeg- ar áin er lítil. Framhjá steini þessum myndast strengur. í streng þessum liggur laxinn mest, en færir sig upp kerið, þegar hann fer að leita upp foss- inn, og eins af hinu, ef hann verður fyr- ir styggð. Veiða má báðum megin foss- ins. Þó munu flestir velja að vera á klöpinni norðan megin. Flugustaður er þó mjög góður af eyrinni húsmegin Einnig fæst oft lax á maðk frá foss- brúninni sunnan megin ef rennt er niður í iðuna. í Myrkhyl er laxinn mjög tregur og aðstaða slæm. Skammt fyrir neðan Foss er Lanmba- klettsfljót, veiðistaður góður, einkum fyrir þá, sem hafa trú á því seinnipart sumars að nota spoon. Neðstu veiðistaðir í ánni eru svo Hólmavaðskvörn og Langidráttur. Nú orðið er sjaldan veitt fyrrihluta veiðitíma í Kvörninni, en síðast á sumr- in, og jafnvel eftir veiðitíma, safnast laxinn þangað til að hrygna, enda er þar næst bezti hrygningarstaðurinn í ánni. Langur strengur er fyrir neðan Kvörnina sem Langidráttur heitir. I streng þessum, sem mjög er lítið reynd- ur, er oft mjög mikill lax en vandhitt- ur. Þar hef ég oft fengið ágæta veiði og minn stærsta lax í Grímsá. Frá Langadrætti ofan að ós er nú orðið eng- inn staður fyrir lax að liggja á. Áður voru þar þó tveir staðir Neskvörn og Eiríkshólmi, en áin hefur breytt þeim svo að nú eru þeir horfnir. Um Grímsá vildi ég svo að endingu segja þetta: Hún er mjög skemmtileg og margbreytileg veiðiá, hæg að stunda og skemmtileg við að vera. Laxinn er yfir- leitt frekar tregur, svo ekki fást eins margir fiskar á dag og víða annarsstað- ar. En góður veiðimaður fær þar alltaf veiði með því að leggja sig fram og þessvegna er Grímsá vafalaust mesta „sport-áin“ í Borgarfirði. Ferjukoti í okt. 1943 Kristján Fjeldsted. Munið, veiðimenn og aðrir les- | endur blaðsins: Næsta | hefti kemur út í apríl. | Sendið efni í blaðið — | fyrr en seinna! \ iiiiiiii■11111111111iiiiiii111111111iiiiiii11111111iiiiii 32

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.