Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 35
FLUGUR
Veiðimenn nota ýmsar tegundir af
flugum og hafa á þeim misjafnlega
mikið dálæti. Sumir hafa mesta trú á
ljósum flugum, aðrir á dökkum. Við
getum í stuttu máli sagt: Þetta er
svona upp og niður!
En „flugur“ Veiðimannsins eiga ekk-
ert skilt við þær, sem hanga í húfun-
um eða geymast í fluguboxunum. Þær
eru gripnar á skotspónum, ef svo mætti
að orði kveða, beint út úr munni veiði-
mannanna, og þaðan fljúga þær rak-
leitt inn í prentsmiðjuna og setjast á
pappírinn, hvort heldur þær eru ljósar
eða dökkar.
__o_
Einu sinni var kunnur veiðimaður að
veiða austan fjalls og þandi sig með
spooninn eins og hann gat. Þetta
vild’ann. Loksins kominn á. Rosa fisk-
ur. Leggst í miðjan streng og hreyfir
sig lítið. Kannske 30 pund. Hálftími
liðinn. Hægt og rólega sígur hann nið-
ur hylinn. Sýnir sig ekki. Voða spenn-
ingur. Þrjú kortér, og nú fer veiðimað-
urinn að ókyrrast. Fer að taka á móti.
Og nú fer sá stóri í svifum niður á
eyrarnar, glittir í hann hvítan, Strand-
ar..
Saltfiskur hafði verið lagður í bleyti
frá næsta bæ. Losnað undan farginu
og flotið út í hylinn. Tók spoon.
Veiðimaðurinn fór heim.
o
Vel metinn veiðimaður var við veið-
ar í Grástraum í Laxá í Suður-Þing.
Stórlax stökk nokkrum sinnum skammt
neðan við veiðimanninn, en vildi ekki
Þannig á aS ,,landa" laxinum. SleppiS aldrei stöng-
inni fyrr en gott ,,tak" hefur fengizt á fiskinum.
líta við flugum hans. Þá út með spoon-
inn. í þriðja kasti er hann kominn á,
og veiðimaðurinn hefur aðeins tóm til
að kalla til félaga sinna hinum megin
árinnar: „Þetta vildi hann bölvaður!"
Og svo ein bláhvít rokan niður úr
straumnum og lengst út á vatn, út með
150 yards. Allt „á stampi“ á hjólinu.
Neyðarópin kljúfa loftið: „Bátinn, bát-
inn í flýti“. Yfir er róið og út á
vatnið á eftir „þeim stóra“. Loksins er
honum landað. Kræktur í sporðinn 25
punda hængur! Þetta vildi hann bölv-
aður!!
o__
Veiðimanninum væri kærkomið, ef
lesendur hans vildu senda honum
skemmtilegar sögur, um einstaka veiði-
atburði sem færu vel til birtingar á
„Flugna-síðunni“.
__o__
Prófessor í guðfræði við Háskóla ís-
lands var eitt sinn við veiðar í Stóru-
Þverá. Eins og kunnugt er, er mikill
hylur í ánni, sem Hellgate eða Heljar-
gátt nefnist, ljótur og lítt veiðisæll.
Guðfrœðiprófessorinn dró samt góð-
an lax úr Heljargátt á Black-doctor.
33