Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 36
Frd útgefandaniim
Eins og stjórn Stangveiðifélags Reykja-
víkur er kunnugt, réðist ég undirritaður
í útgáfu „VeiSimannsins“, blaðs stang-
veiðimanna, vorið 1940. Þá var auðvitað
allt á huldu um það, hvort þessi hug-
mynd fengi þær undirtektir hjá veiði-
mönnum, að rétt væri að halda áfram, og
einnig um það, hvernig útgáfunni skildi
hagað. A því ári komu svo út 2 tbl. af
,,VeiSimanninum“, og var þeim svo vel
tekið, að sýnilegt var þá strax, að nægur
áhugi væri fyrir blaðinu og fullkomlega
tímabært fyrir veiðimenn að eignast sitt
eigið blað. AS öllu athuguðu og eftir því
sem undirtektir hafa verið, tel ég því rétt
að láta ,,Veiðimanninn“ koma út áfram,
og hef því ákveðið að láta hann koma út
reglulega tvisvar á ári hér eftir.
ViS þessa fyrstu tilraun hef ég aðeins
selt blaðiS í lausasölu, en til að tryggja
útgáfu þess þyrfti það að eignast sem
flesta skilvísa og fasta kaupendur.
Ég hef því hafið áskriftarsöfnun, og
þar sem stjórn StangveiSifélags Reykja-
víkur hefur frá því fyrsta tekið þátt í hug-
myndinni um blaðið, af sérstakri vel-
vild og áhuga, vona ég, að eftirfarandi til-
mæli mín, ,,Veiðimanninum“ til styrkt-
ar og félagsmönnum til sparnaðar, næðu
fram að ganga:
1. StangveiSifélag Reykjavíkur gerist
áskrifandi að jafnmörgum eintökum
Honum hefur verið bjargað frá
„flugnahöfðingjanum“ laxinum þeim!
En annar hvor hefur auðvitað verið
„úti á þekju“, prófessorinn eða laxinn!
o
Næsta hefti Veiðimannsins, sem ætl-
ast er til að komi út í apríl 1944, bíður
eftir að geta bitið á nokkrar skemmti-
legar og litprúðar „flugur“.
Lagleg kvöldveiði úr Haffjarðará. „HawrC* kvað oft
yyVera vel við** þar vestur á Mýrunum.
af blaðinu og félagar þess eru marg-
ir. —
2. Félagið gerir skil einu sinni á ári fyr-
ir alla meðlimi þess í heild.
3. FélagiS fær blaðið fyrir 2.00 kr. lægra
verð árganginn en hann kostar utan-
félagsmenn.
Ef þessi tilmæli mín næðu samþykki
félagsins, myndi blaðinu bætast um 100
öruggir kaupendur, sem því væri mikils-
vert. Hins' vegar spöruðu félagsmenn sér
200 krónur árlega. Hvað viðvíkur inn-
heimtu á þessu hjá félagsmönnum, þarf
hvort sem er að innheimta félagsgjöld
þeirra, og virðist þá ekkert á móti því að
láta gjaldið fyrir blaðið fylgja með.
Ef félagið af einhverjum orsökum get-
ur ekki farið þessa leið, en vill hins veg-
ar eitthvað fyrir blaðið gera, hef ég auð-
vitað ekki á móti því, að þetta sé rætt í
öðru formi.
Virðingarfyllst.
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
34