Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 32
jSannar veiðisögur. Ég he£ áður sagt frá því hér í Veiði- manninum, að Þorsteinn Scheving Thor- steinsson sé manna margfróðastur og skemmtilegastur veiðifélagi. En ég ætla að bæta því við hér, að frásagnir hans hafa báða þá kosti, sem beztu sögur prýða — þær eru bæði skemmtilegar og sann- ar. Það var því ekki undarlegt, þótt mér dytti hann í hug fyrstur manna, þegar ég fór að hugsa um að fá veiðisögur í blaðið. En rétt um það leyti, sem ég ætlaði að fara að finna hann að máli í þessu tilefni, þurfti hann skyndilega að skreppa til útlanda, og var ég farinn að verða hræddur um að ég þyrfti að láta blaðið fara svo í prentun, að engin saga yrði þar frá honum. Ég hefði tvímæla- laust talið það fyrirboða þess, að fleira myndi verða mér andstætt í ritstjóra- starfinu; en sem betur fór reyndist ótti minn ástæðulaus, því Scheving kom heim í tæka tíð. Síðastl. sumar töluðu veiðimenn frá Laxá í Aðaldal mikið um eitt veiðiafrek Schevings þar, og mun sú saga nú víða kunn orðin. En sökum þess að hún hefur breyzt talsvert í meðförum margra sögu- manna, bað ég Scheving sjálfan að segja mér hana eins og hún væri í raun og veru, og fer frásögn lians hér á eftir. Eins og fram kemur í sögunni, lætur hann lítið yfir veiðikunnáttu sinni. en það stafar aðeins af hógværð lians og lítillæti, ásamt lönguninni til þess, að annarra manna ljós fái skinið sem skærast. Ritstj. A Núpabreiðunni. „Að morgni dýrðlegs dags, sem upp rann eftir langvarandi rosa og rigningu, lögðum við þrír af stað frá Laxamýri, Sæmundur Stefánsson, Jón Einarsson og ég, og var ferðinni heitið upp í Núpa- og Knútsstaðaland, sem var veiðisvæði þeirra Sæmundar og Jóns þennan morg- un. Hafði þeim komið saman um að taka mig með sér sem ,,gillie“, og taldi ég mér það óverðskuldaðan heiður. Ekið var upp að Núpabreiðu og síðan farið í bátinn og róið yfir ána, þar eð þeir höfðu ákveðið að byrja að kasta af horn- 30 VEIÐIMAÐURJNN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.