Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 6

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 6
talsverðu leyti í athuganir og hugleiðing- ar um það, sem þeir sjá og lieyra í hinum fögru og friðsælu heimkynnum, sem mannshöndin hefur enn látið ósnortin að mestu, eins og heimssmiðurinn skóp þau. Þessir menn eru að vísu fáir, þegar mið- að er við þann fjölda, sem fæst við veiði- skap, og þá er oftast að finna í liópi þeirra, sem hafa sjálfir umráð yfir einhverri á, sem þeir geta dvalið við þegar þeir vilja. En þeir, sem eru svo lánsamir, að hafa slíka aðstöðu, geta haft af henni mikinn andlegan ávinning, ef þeir nota hana rétt. Ég þekki nokkra menn, sent hafa með þessum hætti aflað sér ótrúlega mik- illar fræðslu um líf fiska, fugla, dýra og blóma — hafa „numið náttúrunnar mál og tungur fjalla“, eins og skáldið komst að orði. Þeir sjá margt, sem við hinir veitum ekki athygli fyrr en okkur er bent á það, og þeir heyra ýmsar huldu- raddir lífsins, sem við fáum sjaldan greint og gleymum að lilusta eftir. Og þegar Jteir einbeita sér að veiðinni, Jrá veiða þeir líka meira en aðrir, sökum Jtess að þeir þekkja betur hegðun og háttu fisksins en flestir aðrir. Það fer að sjálfsögðu nrikið eftir eðli manna og upplagi, hvort þeir stunda veiðiskapinn í þessum anda, en það má vera undarlega gerður rnaður, sem ekki hneigist til náttúruskoðunar Jregar hann fer að stunda stangaveiði ár eftir ár, þótt hann hafi haft lítinn eða engan áhuga í ]rá átt áður. Rithöfundurinn heimskunni, Negley Farson, kom til Noregs árið 1951 til þess að skoða sig um og veiða. Var honum boð- ið einn dag upp í Raumsdal, sem er eitt af stórbrotnustu og fegurstu héruðum Noregs. Þegar að ánni kom reyndist þar nóg af fallegum laxi, senr hefði fengið margan veiðimanninn til þess að gleyma öllu öðru. Farson fór sér hægt að öllu, setti saman stöng sína og valdi sér flugu. Hann kastaði nokkrum köstum, en virt- ist þó vera annars liugar, gekk svo aftur upp á bakkann, settist á stein, lagði frá sér stöngina, horfði þögull á umhverfið nokkra stund og sagði síðan: ,,Ég hef aldrei á ævi nrinni séð aðra eins náttúrufegurð og hér — aldrei. Mega nrenn vera að því að veiða hér? Ég lref að minnsta kosti engan tínra til þess. Ég þarf að liorfa og horfa.... Það er nresti misskilningur að lialda, að ánægjan af veiðiferðinni sé öll undir aflanum konr- in. Það er í raun og veru algert aukaat- riði, hvað veiðist yfir daginn. Veiðin sjálf er aðeins örlítið brot af samlífinu við náttúruna. Það geta allir lært að kasta flugu. Hver sent er getur krækt í lax eða urriða. En það er aðeins örlítill þáttur í öllunr Jressum dásemdunr." Þannig fórust lrinum fræga veiðimanni orð. Hann lrefur ferðast unr flest lönd heinrs, séð fleiri dásemdir náttúrunnar en flestir aðrir, og þó getur hann enn orðið svo heillaður, að hann leggi frá sér stöng- ina og rnegi ekki vera að því að veiða, þennan eitra dag, sem ltann lrefur til um- ráða í á, sem er full af fiski. Eflaust lref- ur hann rennt aftur áður en hann fór og fengið fisk, þó það fylgi ekki sögunni. Vera nrá að hann sé sanra sinnis og einn vinnr rninn, sem eitt sinn sagði við mig, Jregar við vorunr búnir að setja sanran stengurnar við Norðurá: „Nú ætla ég að setjast og tala svolítið við náttúruna áður en ég byrja. Hann tekur alltaf betur hjá mér þegar ég geri það fyrst.“ Ég veit að það eru til nremr, senr fara 4 Veidimaðvrinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.