Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 26

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 26
sem þeir lágu og virðast ekkert miður sín. Þetta bendir til þess, að þeir hvorki finni til sársauka né verði hræddir, en þeir muna eftir flugunni og sýnast fast- ráðnir í að taka hana ekki aftur. Hins- vegar virðist. kræktum fiskum, jafnvel þeim, sem losna svo til um leið aftur, líða illa á eftir og þeir eru ókyrrir fyrst eftir að þeir eru orðnir lausir. Einu sinni horfði ég á kræktan fisk, sem kunningi minn var með á; flugan hafði krækst í roðið rétt við hliðarrákina, og ég sá hana mjög greinilega. Strax og fiskur þessi var orðinn fastur, lét hann eins og köttur, sem hefur brennt sig; hann var á um það bil þrjár mínútur, unz flugan losnaði úr honum, en jafnvel eftir að hann var orðinn laus æddi hann um allan hylinn, og það hafa sjálfsagt liðið tíu mínútur þangað til hann lagðist aft- ur. Mér dettur helzt í hug, að flugan hafi snert einhverja taug, og þar sem vitað er að rákin er mjög viðkvæm, gæti það verið skýringin á viðbrögðum hans. Langflestir íslenzkir veiðimenn nota maðk jremur en nokkra aðra beitu*), og eftir sögum þeim, sem ég hef heyrt um fiska, sem hafa farið af og tekið aft- ur, dreg ég þá ályktun, að maðköng- ullinn valdi fiskinum minni óþæginda en önnur veiðitæki. Ég get ekki haldið fram neinni sér- stakri skoðun um fiska, sem missast af spinningtækjum, því að ég nota þau aldrei nema þegar vatnið er svo grugg- ugt, að tilgangslaust er að reyna með flugu, en þá er ekkert hægt að sjá til fisksins eftir að hann er farinn af, hann sekkur strax í mórygluna og hverfur. *) Leturbreyting hér. Mér dettur í hug að fiskur sem er með þríöngul í munninum geti átt þá hættu að auki yfir höfði sér, að annarhvor öngullinn, sem ekki er fastur í honum, kræktist upp í efri góminn og varni því að fiskurinn geti andað eðlilega. Mér þykir sennilegt að fiskur, sem búið er að þreyta nokkuð að ráði, forð ist maka sinn þangað til hann liefur náð sér til fulls og er orðinn jafnfær hinum. Það er a. m. k. háttur allra særðra eða sjúkra dýra. Fiskar, sem missast af flugu, virðast mjög sjaldan hljóta nokkur varanleg meiðsl; þeim getur liðið illa allt frá nokkrum mínútum og upp undir klukkutíma, sökum þreytu, en það er hámarkið hjá flestum, vitanlega að und- anteknum þeim, sem æða og ólmast mest. Ef fiskur gleypir maðköngul, getur það dregið hann til dauða að lokn.m, en það háir honum ekkert þá í svipinn og auðsjá- anlega ekki fyrstu vikurnar á eftir. —oOo— ATHS. Ég fékk sjálfur í suraar nokkra staðfest- ingu á þessuin athugunuin hershöfðingjans á misst- um fiskum. Ég setti i lax á litla silungaflugu og var með hann á ca. 6—8 mínútur. Sólskin var mikið og hylurinn er lítill, svo félagi minn, sem stóð uppi í hárri hrekku, sem þarna er við ána, gat séð hverja hreyfingu fisksins. Eftir að hann var farinn af, horfð- um við háðir á hann lengi. Hann synti góða stuncl mjög hratt hring eftir hring um hylinn, eins og hann væri enn fastur á færinu. Loks lagðist hann þó, en aðeins nokkrar míni'ttur og byrjaði svo að sveima um aftur, en nokkru hægar. Síðan lagðist liann kyrr nokkuð lengi, og fór félagi minn að kasta á hylinn. En allt í einu tók laxinn viðbragð og synti með feikna hraða upp í kverkina þar sem hann hafði tekið og hvarf þar sjónum okkar í iðuna. Ritstj. 24 Veiðimaðukjnn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.