Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 16
stofninum tryggð sú vernd, sem hann
þarf að njóta. En reynslan hefur sýnt að
stöðugt og strangt eftirlit er nauðsynlegt.
Hækkun sektanna hefur liaft nokkur
áhrif til bóta, og í ár hefur verið minna
um lögbrot en áður, að svo miklu leyti
sem vitað er.
Enn er það nokkuð algengt, að veitt
sé í óleyfi á svæðum annarra manna,
einkanlega í vötnum. Skyldu þeir, sem
það gera, hafa athugað það, að sá verkn-
aður varðar allt að 15 þús. kr. sekt?
Þá hefur sá kvittur komist á kreik, að
sprengingar hafi verið framdar á tveim-
ur stöðum í Borgarfirði í sumar, þótt
enn sé ekkert sannað í því efni. Það er
mjög áríðandi að þeir menn, sem verða
varir við verksummerki, er bent gætu til
sprengingar, láti veiðimálaskrifstofuna
vita um það. Finnist t. d. dauðir fiskar,
sem ástæða er til að ætla að hafi farist
af þeim orsökum, ætti að koma þeim
strax í kælingu og senda skrifstofunni
þá síðar til athugunar.
Og síðast en ekki sízt, ættu menn að
kæra tafarlaust hvern þann, sem þeir
stæðu að slíkum verknaði, og leggja sig
í framkróka til þess að ná í sönnunar-
gögn gegn þeim, sem grunaðir kynnu
að vera um þess háttar glæpapör.
ÖNNUR STÖRF
SKRIFSTÖFUNNAR.
AUK þess sem drepið hefur verið á
hér að framan í sambandi við fiskiræktar-
framkvæmdir og rannsóknir, fer mikil
vinna í allskonar upplýsingastarfsemi og
fyrirgreiðslur. Það getur þurft ótrúlega
mikla vinnu og fyrirhöfn til þess að svara
einni fyrirspurn til hlítar. Kostar slíkt
iðulega ferðalög langa vegu, til þess að
skoða aðstæður og kynnast öllum mála-
vöxtum. Þá fer mikil vinna hjá skrif-
stofunni í ýmislegt varðandi félagsmál
fiskiræktar- og veiðifélaganna við árnar.
Er reynt að fylgjast með starfsemi þeirra
eins og unnt er. Ennfremur er unnið að
stofnun nýrra félaga um ár og vötn þar
sem slík samtök hafa ekki verið áður.
Nálægt 50 fiskiræktar- og veiðifélög
munu nú vera á landinu. Flest þeirra
eru starfandi, en hjá nokkrum hefur starf-
semi legið niðri um skeið. Verið er að
undirbúa stofnun 5—10 nýrra félaga, sem
gert er ráð fyrir að taki til starfa inn-
an skamms. Annars tekur slíkt oft ótrri-
lega langan tíma og mikið starf áður en
það er komið í kring.
Af félögum þeim, sem stofnuð hafa
verið síðustu árin, má nefna: Félagið við
Laxá í Kjós, efri hluta Haukadalsár,
Bjarnarfjarðará, Sæmundará, Húseyjar-
kvísl, Hvolsá og Staðarhólsá, Laxá ytri í
Húnavatnssýslu, Eyjafjarðará o. fl.
VEIÐISKÝRSLURNAR.
TIL þess að fá sem gleggsta vitneskju
um, hvernig veiðin gengur á ýmsum
tímum og ýmsum stöðum er nauðsyn-
legt að fá sem ítarlegastar veiðiskýrslur.
Sveiflur í árferði verka á fiskinn og valda
mismun á stærð stofnanna. Af nógu ítar-
legum skýrslum er hægt að sjá, hvort á
eða vatn fer út úr samhengi við önnur
veiðivötn á sama svæði. Á stórum svæð-
um á veiðin að fylgjast nokkuð að hlut-
fallslega, undir venjulegum kringum-
stæðum. Til þess að auðvelda skýrslusöfn-
unina er send bók að hverri veiðiá, sem
ætlast er til að færð sé rétt og nákvæm-
lega. Ennfremur fá bændur sérstök eyðu-
blöð fyrir netaveiðina. Því miður geng-
ur mjög illa að fá þau til baka sumstað-
ar, og sama máli gegnir líka um veiði-
bækurnar. Samkvæmt veiðilöggjöfinni
eru menn þó skyldugir að hlýða þessum
fyrirmælum.
Skýrslurnar hafa margvíslegt gildi, eins
14
Veiðimaðurinn