Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 23
enn í hjólinu, og enn tók rakarinn til
fótanna, og þá var 2 punda fiskur á fær-
inu.
Friðþjófur beitti á nýjan leik, kastaði
út og var nú kominn í sólskinsskap, hóf
svo stritið enn á ný og streymdi fyndnin
af vörum hans. Hann var rétt að kornast
fram með hægra eyranu þegar ég sé út
undan mér að mín stöng fer að kvika
grunsamlega, og heyrði ég brrrrr. Ég rak
upp org og þaut á fætur, en um leið slitu
klippurnar nokkra tugi hára upp úr hör-
undinu. Nú var áreiðanlega stærðar fisk-
ur á hjá mér. Hann stökk langt upp úr
vatninu. Ég varð ákaflega skjálfhentur og
óöruggur, enda fór allt slysalega hjá mér.
Þetta var ýkjulaust 6—8 punda dólgur, og
lét mjög illa. Endaði sá leikur með því,
að hann sleit fyrir mér girnið. Ég lagði
stöngina frá mér vonsvikinn og niður-
lútur. Við tókum síðan til að nýju og
Friðþjófur beitti skærunum og greiðunni
af mikilli leikni, sem hans var von og vísa.
Þetta var nú að taka enda, en ekki lokið,
því enn rauk hjólið og línan af stað með
feikna hraða lijá Friðþjófi. Ætlaði þessi
andsk......klipping aldrei að taka enda?
Nú var stór fiskur á stönginni. Ég gat
ekkert annað gert en horfa á. Ég hafði
ekki einu sinni rænu á að setja nýjan öng-
ur á hjá mér og reyna líka — stóð aðeins
eins og hálfklipptur hálfviti og horfði á
viðureignina, sem endaði á þann veg,
að Friðþjófur landaði þarna 6 punda
hnöttóttum sjóbirtingi og var nú orðinn
ofsakátur. Hann lauk svo við verkið með
mikilli prýði, eftir því sem ástæður
leyfðu, og hugði nú gott til veiða. En
veiðigyðjan er duttlungafull eins og tví-
tug yngismær. Við reyndum þarna allar
hugsanlegar veiðiaðferðir og klæki, sem
við kunnum, en engin sjáanleg hreyfing
á beitunni. Jæja. Við fórum svo heim
hvor í sínu lagi að áliðnum degi, ég með
snoðklipptan haus og öngulinn aftan í
mér, en Friðþjófur með dágóða veiði og
skemmtilegar endurminningar.
En ef þú, lesandi minn, tortryggir þessa
sögu, þá gakk þú um hjá Friðþjófi rakara
og láttu hann gera aðgerð á kollinum á
þér og segja þér söguna betur. Ól. Þorl.
„KANNIBALI“.
Þriggju punda bleikja, 5S cm. liing, með ca. y2 pd.
bleikju, 27 cm. langa, uppi í scr.
Veidd i Reyðarvatni.
Rdnfiskurinn og fórnardýrið.
Stóra bleikjan var langur og ófrýnilegur horslúpur.
21
Veidimaðurinn