Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 17

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 17
HORFT ÚR HYLNUM ' : Eftir S. clu Plat-Learce. HANN kallaði mig Napóleon, og blístr- aði svolítið gegnum samanbitnar tenn- urnar um leið og hann nefndi nafnið. Hann endurtók það nokkrum sinnum, og það var áhrifamikil stund. Eigi að síður fannst mér fjarri lagi, svo ekki sé meira sagt, að kalla mig Napóleon, því ég er heiðarlegur silungur og lifi frið- og áður hefur verið bent á hér í ritinu, þær segja til um stærðarhlutföll fisksins frá ári til árs, auk margs annars. í því sambandi er mjög áríðandi að bœð'Í þyngd og lengd hvers fisks sé færð. Það hefur líka þýðingu við rannsóknir á stofn- um og eldisrannsóknir í einstökum ám. Lengdina vantar mjög oft í bækurnar. Þá er einnig nokkur misbrestur á því, að menn skrifi á hvaða beitu þeir veiða. Þetta skiptir ekki máli fyrir veiðimála- skrifstofuna, en það er siðferðileg skylda gagnvart öðrum veiðimönnum. Þegar menn koma að einhverri á til þess að veiða, líta flestir í bókina til þess að gá að, hvar mest veiðist og á hvað veiðist. Getur vitneskja um þessi atriði komið sér mjög vel á stöðum þar sem menn eru lítið kunnugir eða hafa ef til vill aldrei veitt áður. V. M. sörnu lífi í ánni Cardrona á Suðurey í Nýja Sjálandi, en það gæti tæplega ver- ið rétt lýsing á Napóleon — en sé þetta rangt hjá mér, skuluð þér hafa það, er sannara reynist. Enn fremur vil ég bæta því við, fyrst við erum að tala um þetta, að hafi manninn langað til að kalla mig eitthvað, (og veiðimönnum finnst þeir þurfa að kalla mig eitthvað) þá átti hann að skíra mig Jósefínu .... eða jafnvel Maríu Walewsku. Jæja, Þetta er nvi ó- sanngjörn aðfinnslusemi. Napóleon var nafnið og ástæðan bersýnilega sú, að mað- urinn heitir sjálfur Arthúr, en hugsunin, sem á bak við bjó, að hann ætlaði sér að verða mín Waterloo — og hann tók það fram, að hann ætti ekki við járnbrautar- stöðina með því nafni. Ég verð að játa, að ég dáðist að því, hvernig maðurinn gekk að ánni. Sann- leikurinn er sá, að hann var, að kalla má, kominn þangað þegar ég tók eftir hon- um — en þetta er mikið hól, af mínum munni, get ég sagt ykkur. Ég var líka hrifinn af, hvernig hann kastaði flug- unni, sem var gríðarstór Cinnamon. Hann notaði hliðarköst, sem voru dálítið villandi og gerólík þessum venjulegu háloftaæfingum þeirra yfir höfðinu á sér, Veibimaburinn 15

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.