Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 19
maðurinn, sem var að drattast upp að bílnum sínum, virtist af einhverjum á- stæðum ekki vera í skapi til þess að veita fegurð náttúrunnar athygli. Ég hefði lík- lega kennt í brjósti um hann, ef ég hefði ekki munað, hvernig fór fyrir Agötu — og ef ég hefði ekki hlegið önnur eins ósköp og ég gerði. Eins og nærri má geta kom hann aft- ur, og þá var konan hans með honum. Hún var klædd mjög áberandi, en fremur laglegum gljáskinnsfötum og all þokkaleg ásýndum fyrir þá, sem eru hrifn- ir af horuðu kvenfólki. Hún hlakkaði auðsjáanlega mikið til, þótt hún reyndi að leyna því — en það var jafnauðsætt, að hún var engin veiðikona, þó að hún hefði lært hin og þessi orðatiltæki. Þær leggja á sig löng ferðalög þessar mann- eskjur, til þess að vera hjá mönnunum sínum! Hún sá mig samt strax og benti manni sínum mjög gætilega á staðinn þar sem ég lá — hún var ekki eins græn og útlitið benti til — mér var ekkert um hana. Það fór ennþá meira um mig þeg- ar hún rak upp skræk og sagði að ég væri a. m. k. 10 pund og líklega ránfisk- ur. Það var mjög óréttmæt ásökun, enda þótt ég neyðist stundum til að beita rót- tækum aðgerðum til þess að halda virð- ingu minni sem drottnari í Skeifuhyln- um, og þó ég að slíkum stórræðum af- stöðnum, orðinn glorhungraður, grípi ef til vill það, sem gininu er næst, til að sefa hnngrið, þá tel ég að hlutverk mitt í þessari á sé að vera verndari og vinur, ef til vill með nokkrum örlitlum og frið- samlegum frávikum. Athugið málið frá þessari hlið. í mörg ár hef ég þjálfað mig í að taka öngulinn sársaukalaust, þjóta með hann í æsingi um ána og slíta loks girnið af meistaralegri leikni á lokasprett- inum. Þetta er enginn Itarnaleikur, þar má í engu skeika. Fiskar, sem kalla þetta skrípaleik til þess að vekja eftirtekt á sjálfum mér, ættu að athuga það, að með- an ég er að gleðja veiðimennina — eða að minnsta kosti að halda þeim við efn- ið — þá er ég líka að halda þeim frá 4 og 5 punda greyjunum, eins og vesalings Agötu. Ef þeir myndu eftir því, væru þeir ekki að telja eftir eitt og eitt punds- síli, sem ég kann að stinga upp í mig við og við, að afloknu erfiðu dagsverki. Nóg um það. En luin hafði kallað mig ránfisk, þessi gljáskinnsklædda hefðarfrú, og þess vegna var ég ekkert áfjáður í að þóknast henni á einn eða annan hátt, en hún virtist vera svo ánægð með allt, að ég fyrirgaf henni þetta og ákvað að lokum að fikta svolítið við mjög óveiðilega flugu, sem hún ólm vildi láta mann sinn hnýta á. Hún nefndi hana Sandra Special, og annað eins hef ég aldrei séð. Það var Fore and Aft, endurbætt með alls konar bláunr og grænum litbrigðum og silfri. En þrátt fyrir þetta allt hafði hún eitt- hvert aðdráttarafl, svo ég reyndi hana í huganum og fann að litirnir áttu við mig. Ég ákvað því í skyndi að losa úr mér hina raunverulegu Fore and Aft, enda var hún farin að valda mér svolitl- Veidimadurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.