Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 29

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 29
Ég sá strax að venjulegar aðferðir myndu reynast árangurslausar, og eftir einn eða tvo daga, sem ég notaði til þess að kynna mér umhverfið gætilega, með hliðsjón af fyrirhuguðum aðgerðum, fór ég þess á leit við nokkra af íbúum þorp- anna, sem næst voru, að þeir léðu mér kýr sinar til aðstoðar. Með því móti gat ég náð saman skræpóttri hjörð af naut- gripum, sem voru misjafnir að útliti, en flestir mjög rytjulegir. Þetta sundurleita samsafn fékk ég svo rekið, um fimm-leyt- ið, eitt kvöldið, gegnum hið ógnþrungna gil og inn í dalinn, sem ég hef áður lýst. Eldur hafði geisað á nokkru svæði skóg- arins, svo að kýrnar voru glorhungraðar, enda urðu þær svo gráðugar, þegar þær sáu gílgrænt grasið, sem teygði sig upp úr dökkum jarðveginum, að þær biðu ekki boðanna og dreifðu sér í allar áttir, en ið- andi bjölluhljómurinn hefur eflaust haft heillandi áhrif á tígrisdýrið. Ég fór sam- stundis upp í sætið mitt, sem ég hafði látið búa mér af mikilli nákvæmni í greinum eins mhowa-trésins, sem breiddi álmur sínar út yfir tjörnina, en hinir mennirnir fóru allir heim í skála — sér- staklega létti kúasmölunum mikið, því að þeir höfðu verið skjálfandi af ótta, þótt þeir væru undir vernd minni og vopnaðra undirmanna minna. Ég tek það fram, að það er ófrávíkjan- leg regla hjá mér, að vaka einn. Þegar sólin settist bak við dimman skýjabakka og vindhviðurnar fóru að þjóta um skóginn, fór ég að gera mér þess grein, að ég ætti fyrir liöndum eina af hin- um löngu, árangurslausu vökunóttum, sem við kiinnumst allir við. Bjölluhljóm- urinn frá kúnum barst nær og nær, því að eðli þeirra bauð þeim að halda heim á leið, og nú nálguðust þær óðum mynni dalsins. Brátt kom gömul og klunnaleg kýr í Ijós, sú vitrasta í hópnum, og síðan hver af annarri, og allar lötruðu þær á- fram með samskonar vangaveltum og halaslettum. Kænskubragðið hafði auð- sjáanlega brugðizt; hinn bröndótti ein- valdsherra virtist enga þeirra vilja „taka“. En meðan ég var að sætta sjálfan mig við hugsunina um að sitja þarna alla nótt- ina upp á þá von, að dýrið kæmi til að drekka, varð skyndilega allt í uppnámi aftast í kúahópnum; og á næsta augna- bliki fór heilt herfylki af hornum og klaufum og uppsperrtum hölum í loft- köstum frarn hjá trénu, sem ég sat í, þeg- ar hamslaus og tryllt hjörðin ruddist út gegnum gilið — en loks dó brjálæðislegur bjölluhljómurinn út, eftir því sem hjörð- in nálgaðist þorpið, sem næst var. Ég fann á mér, að ein kýrin hlaut að hafa orðið eftir, og hjartað í mér tók sams- konar sælukipp eins og þegar stórlax hef- ur þrifið Jock Scott og taugaæsingurinn hefst við að þreyta hann með veikbyggð- um tækjum. Tígrisdýrið var áreiðanlega „á“, en hvort mér tækist að „færa í það“ var allt annað mál. Eftir þessa æsandi truflun, sem nú hafði átt sér stað, datt allt í dúnalogn í skógin- um aftur á ótrúlega skammri stund, og þar sem tjörnin undir fótum mér var eina vatnsbólið á nálega tveggja mílna svæði, þurfti ég ekki að kvarta undan ein- verunni meðan birtan entist. Fuglar í öll- um regnbogans litum, sjakalar og hópur eftir hóp af hinum skrautlegu orrum steypti sér yfir skóginn, settust á rakan og kaldan sandinn og hófu sig síðan jafn skyndilega klakandi til flugs, þegar þeir Veiðimaburinn 27

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.