Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 27

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 27
Nótt í frumskóginum. Ein af fjölmörgum bókum, sem ritaðar hafa verið um dýraveiðar á Indlandi heitir Rifle and Romance in the Indian Jungle, og er eftir enskan herforingja, A. I. R. Glasfurd að nafni. I íormálanunr kemst hann að orði á þá leið, að þegar þess sé gætt, hve sport- veiðar á Indlandi séu einhliða og takmarkað efni, hafi verið ritaðar um það tiltölulega fleiri bækur en flest annað. Það er svo að sjá, sem þessi tegund v íiðiskapar hrífi menn ekki síður á vald sitt en stangaveiðin, og til eru menn, m. a. höfundur áðurnefndrar bókar, sem virðast jafnlieillaðir af hvorutveggja. Hér er þó um ílest ólíku saman að jafna. Dýraveiðarnar eru lífshættulegur leikur fyrir veiðimanninn, og þar má með sanni segja, að oft sé ekki nema eitt fótmál milli hans og dauðans. Raunin hefur líka stundum orðið sú, að skyttan hefur faliið fyrir bráðinni, og eru til um það margar sorgarsögur. Veiðimaðurinn er ekki málgagn skotmanna og sjálfur er ritstjórinn mikill andstæðingur fugla- og dýradráps. Þótt saga sú, sem hér fer á eftir, fjalli um viðureign við tígrisdýr, ber ekki að skilja það svo, að ’verið sé að opna blaðið fyrir frásögnum um skot- veiðar. Hér er aðeins um undantekningu að ræða sökum þess, hve sagan er einkennileg og dularfull. Ef til vill gæti hún orðið til þess au rifja upp fyrir stangveiðimönnum einhverja undarlega atburði úr veiðiferðum þeirra, og væri blaðinu kærkomið að fá eitthvað af slíku efni, ef til væri, því að mörgum þykir gaman að þess háttar sögum. Ritstj. ÞAÐ var síðla eitt rigningarkvöldið á regntímanum. Flestir félagar okkar voru búnir að borða og gamli læknirinn og við tveit höfðum leikið nokkra snooker-leiki í knattborðsstofunni, en vorum nú setztir í djúpa og þægilega stóla frammi í for- salnum. Talið barst að shikár (veiðum). Her- stöð okkar var lítil, og eftir máltíðirnar var mikið spjallað um skotveiðar, því margir okkar voru góðir reiðimenn, og þarna í nágrenninu var meira af veiði- dýrurn en gengur og gerist við flestar her- stöðvar nú á tímum. Við vorum að rifja upp atburði frá liðnum árum, og allir áttu í pokahorninu einhverja sögu frá gömlum veiðiferðum, sem fæddi af sér þrotlausar rökræður og þjark, sem stóð langt fram á nótt; en þótt áliðið væri, bað læknirinn um nýjan vindil og sagði um leið: „Jæja, drengir, nú ætla ég að segja ykkur langa sögu, sem ég er sjaldan í skapi til að rifja upp, því að sannleikurinn er sá, að þegar ég hugsa um þetta núna, á ég sjálfur fullt í fangi með að trúa að það hafi nokkurntíma skeð. Ég ætlast því ekki til að þið trúið einu einasta orði af því, sem ég segi ykk- ur —• látið það aðeins inn um annað eyrað og út um hitt. En bíðum nú við — „Qui hi?“ (Er nokkur þarna?) ,,Hazur“ (Herra!) „Þrjá væna whiskyskammta og soda!“ Gamli, góði læknirinn okkar var mað- ur gamla tímans, og þótt við semdum okkur að hinum nýja sið og kölluðum hann ofursta, þegar aðrir voru viðstadd- ir, gripum við með gleði hvert tækifæri, sem gafst, til þess að kalla hann því nafni, sem við höfðum þekkt hann undir um fjölda ára — og sú gleði var gagnkvæm. „Ofursti!“ sagði hann. „Bölvað ofursta- staglið í ykkur. Er ég ekki búinn að vera „beinasögin“ ykkar of mörg ár til þess að þið séuð að klína þessu á mig á gamals Veidimaðurinn 25

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.