Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 32

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 32
laust að átta mig á því, sem fyrir mig hafði borið, eins og maður, sem skyndilega lief- ur hrokkið upp af svefni. Kl. 3 um nóttina kom ég heim í skál- ann, að öllum steinsofandi, og fékk mér samstundis vænan „sjúss“ og vindil. Síð- an lá ég reykjandi fram á dagmál. Þá drakk ég kaffi og fór að því búnu með mönnum mínum þangað sem dýrið lá. — Hálf skömmustulegur gotraði ég augun- um kringum rætur trésins, sem ég hafði dvalið í um nóttina. Engin spor voru sjáanleg í gljúpum jarðveginum nema eftir mig og menn mína! Og á þessum bjarta blíðviðrismorgni datt mér í hug að lyktin af feitu tígrisdýri, sem væri að enda við að éta, gæti verið fullnægjandi skýring á því, sem olli ótta mínum um nóttina, og ég gat ekki stillt mig um að brosa að þeim undarlegu hugarórum, sem gætu ásótt menn, þegar þeir væru einir að næturlagi. Ég skildi við menn mína, þeg- ar þeir fóru að flá dýrið, sem var eitt af þeim stærstu, er ég hef nokkru sinni séð, hélt síðan áleiðis lieim til skálans, í mun léttara skapi en áður og skaut tvo páfugla á leiðinni. Gamli Indverjinn fór með mér. Ég sá á honum, að hann langaði mik- ið til að segja eitthvað við mig, og á end- anum kom það: „Herrann kom snemma heim“, mælti liann. Ég jánkaði því. Aftur þögn. „Var lierrann vakandi allan tímann?“ Mér gramdist þrái gamla mannsins ó- trúlega mikið og svaraði honum stutt- lega með undanfærslu. „Auðvitað“, sagði hann, „herrann er höfðingi, en ég er snauður maður“. Þegar við komum nær skálanum byrj- aði hann aftur. „Mig langar til að sýna herranum dálítið, ef hann vill koma með mér“, og lrann gekk á undan mér inn í lágan og þykkan þyrnirunn. Hann hjó sundur þyrnaflækju með axarkjakinu sínu, ruddi frá feiknum af skriðplöntum, og kom þá í ljós við fætur okkar fer- hyrnd, lárétt og máð hella. í hana var höggvin aflöng rauf, sem í voru nokkrir sementsmolar. Marmarahellur eru laglegir legsteinar, hugsaði ég. „Hvað hét þessi herra?“ spurði ég og settist á steininn. „Hvernig ætti ég að vita það“, svaraði hann. „Þá var ég svona lítill“ — og gamli Indverjinn lét höndina síga — „hann kom hingað og særði dýrið — þctta dýr segja þeir — en það réðst á hann, og eftir tvo daga var hann dáinn. Þjónar hans grófu hann hérna. Árið eftir kom annar herra og hafði meðferðis sléttan, hvítan stein, en lét höggva þennan og setja hann ofan á hinn, og svo fór hann burt aftur. Það eru til þrælmenni, sem gætu stolið svona steinum, herra. Hver veit? Páldi var stórt þorp í þá daga. En það er langt síðan það lagðist í eyði, langur tími — langur tími“, sagði hann og velti vöngum á- hyggjufullur. Ég blygðaðist mín allt í einu fyrir for- vitnina, en spurði þó: „Ert þú Koli?“ „Herra!“ „Veiðimaður?" „Herra“, sagði hann aftur og laut höfði til samþykkis. „Vakir þú nokkurn tíma yfir veiði hérna?“ Hann hnipraði sig saman við hlið mér, leit svo upp, horfði hvasst í augu mér og sagði: „Ég verð að vinna, herra, ég á mörg 30 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.