Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 30

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 30
höfðu fengið sér að drekka. Síðan kom stór flokkur af hinum undursamlega var- kára páfugli og loks hægfara og hikandi hjörð af flekkóttum hjörtum. Þegar nótt- in færðist yfir, hurfu öll þessi dýr smám saman og eftir að páfuglarnir höfðu skipzt á nokkrum háværum kveðjum yfir dal- inn, áður en þeir tækju á sig náðir, ríkti þarna þögn svo ekki varð um villzt. Síðar kom svolítil gola og þar sem hún bar mannaþefinn burt í rétta átt, varð það til þess að deyfa öll grunsamleg hljóð, sem hefðu getað fælt stygg dýr frá. Þið kannizt við þetta undarlega marr í veiði- sætinu, þegar logn er. Tunglið var minnkandi og kom ekki upp fyrr en kl. II. Ég náði því í skeiðina mína og fékk mér bita af kartöflubúð- ingnum, sem þjónninn minn hafði nest- að mig með, saup svo vænan sopa úr vatnsbrúsanum og bjó mig undir langa vökunótt. Það var ákaflega dimmt þetta kvöld, því að þykkir lágskýjabólstrar byrgðu stjörnurnar og ollu mér nokkrum áhyggj- um út af því, hvort tunglið mundi lýsa, þegar það kæmi upp. Ég hallaði mér aftur á bak að einni trjágreininni og gaf mig hugsunum mínum á vald. Ég fór að geta mér til, hvað tígrisdýrinu liði, hvort það mundi drekka svona seint, eða hvort það kæmi ef til vill oftar en einu sinni að tjörninni meðan það væri að gæða sér á mat sínum. Það var einkennilegur ná- ungi þessi indverski veiðimaður, sem ég var að tala við á dögunum — og hátíðar- svipurinn á honum, þegar hann gaf mér það ónauðsynlega heilræði, „að sofna ekki fyrir nokkurn mun!“ Þúsundir endurminninga og ímyndana þutu gegnum hugann, eins og oft vill 28 verða þegar líkt stendur á, og nú fór ein- hver deyfð að færast yfir líkama minn, þótt hugurinn væri hress og héldi látlaust áfrarn að starfa. Endirinn varð samt sá, að þegar ég hafði hrokkið hastarlega upp í eitt eða tvö skipti við landamæri draum- anna, fann ég, að sú skoðun var að ná tökum á mér, að engu væri spillt, þótt ég fengi mér blund þangað til tunglið kæmi upp, og — ég sofnaði. Þið kannizt við hvernig það er, að glaðvakna af djúpum svefni, þegar hug- urinn er viðbúinn og fullur eftirvænt- ingar — glaðvakna til fullrar og skýrrar meðvitundar. Jæja, ég vaknaði við það, að einhver lagði höndina fast á öxl mér! í skelfingunni sem greip mig snöggv- ast tók ég eftir því, að tunglið var ekki aðeins komið upp, heldur skein það á heiðum og skýlausum himni og hellti fölgráum geislum sínum yfir tjörnina fyrir neðan mig, en við hlið mína sat maður og benti með kynlega uppblásn- um, bólgnum og reifuðum handlegg á dökka þúst, sem rauf silfurgljáandi vatns- flötinn undir fótum mér. Það er sagt, að óviðráðanleg ástríða sé sterkari en dauð- inn! Hvað sem því líður gerði ég það sem mér datt fyrst í hug — og þótt þetta gerðist allt saman á einu augnabliki, er það óafmáanlega greipt í huga minn — ég lyfti rifflinum, sem lá á hnjánum á mér, miðaði á herðar dýrsins og hleypti af. Dýrið valt um í sandinn, bylti sér, urr- aði og barðist um, en meðan á því stóð, var klappað tvisvar léttilega, eins og í við- urkenningarskyni, á bakið á mér og and- varpað djúpt, og um leið var eins og and- rúmsloftið fylltist af viðbjóðslegasta ó- daun, er minnti mig strax á sérstaka lykt, VlIÐlMABUKINIS

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.