Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 25

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 25
er dýpst. Ég lagði frá mér stöngina og klifraði upp á klettinn til þess að sjá livað fiskurinn gerði. Þetta var eini fisk- urinn, sem þarna var, og ofan af klett- inum var mjög auðvelt að sjá það sem gerðist fyrir neðan. Laxinn sást rnjög greinilega. Hann virtist of þreyttur eða ruglaður til þess að geta lagt af stað upp eftir ánni, þang- að sem hann hafði legið. Fyrst sveimaði hann um stefnulaust eins og liann hefði ekki áttað sig á að hann væri orðinn frjáls. Því næst tók liann til að synda í ótal hringi og allan tímann, sem hann var að því, saup hann hveljur. Eg sá greinilega að hann ýmist opnaði munninn eða lok- aði honum. Að mínum dómi hefur þetta stafað af því, að hann hefur vantað súr- efni og verið að ná því á þennan hátt. Síðan kom liann fimm sinnum upp á yfirborðið á svo sem tíu mínútum, og mér sýndist hann gleypa í sig ferskt loft í hvert skipti. Þessar ferðir hans upp á yfirborðið voru ólíkar því, er fiskur rís á flugu eða rekur haus eða sporð upp úr vatninu. Hann aðeins kom upp, teygði hausinn hægt upp úr vatninu, andaði að sér og hélt svo áfram hring- sundinu. Þannig hélt þessu áfram upp undir stundarfjórðung, en þá valdi kann sér legustað.en gat ekki verið kyrr þar nema fáeinar sekúndur, þá byrjaði hann að hringsóla aftur, og það var ekki fyrr en eftir hálftíma að hann lagðist þarna kyrr. Allan tímann saup hann hveljur, en það leið lengra og lengra á milli unz hann hætti því alveg þegar liðnar voru fjörutíu mínútur. Ég fór niður með ánni og kom ekki aftur þarna uppeftir fyrr en seinna um daginn, líklega þrem tím- um síðar. Hann lá þá enn þarna, en ég var svo heppinn, að hann hafði einmitt náð sér til fulls þegar ég kom, því fáein- um mínútum síðar synti hann af stað upp hylinn, þangað sem hann hafði legið áður. Leiðin, sem hann þurfti að fara var ekki straumhörð, en hún hefur auðsjáanlega verið nógu erfið til þess, að hann treysti sér ekki til þess að leggja af stað fyrr. Þegar ég blaða í veiðibókinni minni, sé ég að ég hef skrifað hjá mér lýsingar á hegðun fleiri fiska, sem ég hef misst. Aðeins tvisvar sinnum hef ég veitt lax, sem ég var viss um að ég hefði misst áður, þótt hugsanlegt sé að ég hafi einhvern- tíma fengið fisk, sem bar engin sjáanleg merki þess, að hann hefði sloppið. Báð- ir laxarnir, sem ég er viss um, voru með fluguna í sér, en ég þekki flugur mínar vegna þess að ég hnýti þær sjálfur. I bæði skiptin liðu nokkrir dagar á milli. Það virðist vera sá eðlilegi tími, sem fiskur- inn þarf til að ná sér og gleyma því, sem skeð liefur. En í á, sem er þarna skamt frá, missti íslenzkur maður lax, sem sleit baklínuna og fór með alla línuna ásamt flugunni, en tók svo hjá honum maðk fjórum tímum seinna og skilaði öllu aftur. í tvö skipti hef ég misst fisk, sem hef- ur dáið, og báðir voru af ólmu tegund- inni —■ strikuðu og hömuðust þangað til hjartað bilaði. Annar þeirra lagðist á hliðina og hreyfði sig ekki framar, svo ég gat gengið að honum og tekið hann með hendinni. Hinn strikaði þvert yfir ána, strandaði þar og var dauður þegar ég kom til þess að taka hann. Fiskar, sem taka, en losna af hér um bil strax, fara samstundis aftur þangað, Veidimabuhinn 23

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.