Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 18
sem mikið er hlegið að meðal okkar
fiskanna. Hann sá mig vitanlega ekki og
gat ekki séð mig með nokkru móti, en
hann kastaði flugunni nákvæmlega þar,
sem ég átti að liggja, e£ ég væri þar —
sem ég og var. Ná mér? Eins og ég sagði,
fór liann svo laglega að þessu öllu, að
hann átti skilið svolitla uppörvun, og þess
vegna tók ég fluguna, laust að vísu og
varlega — í þeirri list var ég fullnuma
fyrir löngu — og synti af stað með hana.
Eins og ég bjóst við lofaði hann mér
að strika, og ég tók þarna nokkrar smá-
rokur að gamni mínu, þangað til ég sá
að þetta var að verða dálítið hættulegt,
en þá synti ég að uppáhalds nybbunni
rninni og sleit fluguna af girninu. Síðan
synti ég aftur heim í hylinn minn til
þess að horfa á seinni þáttinn. Hann er
svolítið mismunandi, en alltaf mjög
skemnrtilegur frá mínu sjónarmiði.
Fyrstu viðbrögð veiðimannsins, þegar
svona kemur fyrir, eru ævinlega eins og
liann geti ekki trúað, hvernig komið sé.
Síðan skoðar hann girnið, horfir út á ána,
ákallar í hálfum hljóðum einhver ókunn
máttarvöld og steytir hnefann út í loftið.
Oskemmtileg skapgerð. Hver var það sem
hélt því frarn, að veiðimenn væru stilltir
og geðprúðir? En í þetta skipti var þátt-
urinn samt fremur lélegur, svo mér fannst
að ég hefði eytt kröftum mínum til einsk-
is. Maðurinn skoðaði að vísu girnið og
athugaði ána, en það var líka allt og
sumt. Hann hnýtti aðra flugu á girnið,
að þessu sinni Wickham Fancy, og svo
gerðist allt hið sama og áður. Ég hafði
ekki gaman af því lengur, lét því sem ég
sæi hann ekki, en lagðist svo nærri, að
hann sæi mig, til þess að stríða honum.
Ég reis ekki á fluguna hjá honum, og
þegar dimmt var orðið, hypjaði hann
sig burtu jafnhljóðlega og hann hafði
komið.
Ég vissi upp á rnína átta ugga, að hann
kæmi aftur. Þeir hafa ekki eirð í sínum
beinum eftir að þeir hafa séð mig, enda
reyndist spá mín rétt. í þetta skipti sá
ég flugu á vatninu áður en ég vissi að
hann væri kominn, og það munaði
minnstu, að ég glæptist á henni, en átt-
aði mig þó í tínra. Ég lá kyrr þar sem
ég var, og eftir dálitla stund gafzt hann
upp og fór niður í Agötu-hyl, eða réttara
sagt Agötu-hyl, sem var — það er sagt
að Tumi hafi flutt sig þangað daginn
eftir. Aumingja Agata, vesalings fiskur-
inn!
Hann kom aftur þegar farið var að
skyggja, og þá gat ég ekki stillt nrig um
að gera honum svolitla glennu. Ég tók
hjá honum, örgrannt, aðeins til að erta
hann. Hann stóð svo þvert á mig, að
ég vildi ekki eiga neitt á hættu með því
að leika mér lengi. Flugan var lítil, ljóm-
andi falleg Fore and Aft, og mjög veiði-
leg að sjá, og þess vegna ákvað ég að
láta hana vera þar sem hún var komin,
þetta sumarið, en það er óþarfi að taka
það fram, að ég sleit girnið, og síðan lagð-
ist ég djúpt og horfði á manninn þegar
hann fór að skoða girnisstubbinn og stara
út á ána. Hann var náfölur í framan og
það voru mér, satt að segja, dálítil von-
brigði, en ég sá að ég hafði „reist“
hann þegar hann allt í einu þreif
stærðar hnullung og henti honum út
í hylinn til mín! Eftir því sem mig
minnir, var þetta óvenjulega fagurt
kvöld. Gullnir geislar léku um hamrana
við ána, hávaxið mýrgresið var eins og
dumbrauð breiða og fjöllin í baksýn
klædd dimmbláum töfrahjúpi. En veiði-
16
Veiðimabuunn