Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 9
JÓHANNES KRISTJÁNSSON:
Veiðidogur í jSelá.
HÖFUNBUR greinar þeirrar, sem hér fer á eft-
ir, er kunnur veiðimaður á Norðurlandi, en liróður
hans hefur líka borist hingað suður yfir fjöllin, því
hún flýgur fiskisagan, eins og máltækið segir. Stór-
laxarnir í Laxá í Aðaldal virðast telja það eftir-
sóknarverðan heiður, að enda líf sitt í einvígi við
Jóhannes. Þeir munu vera orðnir margir, sem hann
hefur landað þar eystra. Fáir veiðimenn munu geta
stært sig af því, að hafa veitt tvo laxahöfðingja
sama daginn, annan 30 og hinn 31 pund. Þetta af-
rek vann Jóhannes 14. júlí 1952. En þar með er
ekki öll sagan sögð — hann fékk að auki tvo 18
punda og einn 12 punda þennan dag, og mundu
margir hafa talið það allra þokkalegustu dagsveiði,
þótt þá stóru hefði vantað. Þess má geta, að kona
Jóhannesar var með honum í þessari ferð, og getur
hún því með nokkrum rétti eignað sér hlut í heiðr-
inum, a. m. k. rneðan hann hnekkir ekki metinu
einn síns liðs. Kvenfólk ræður yfir svo ótrúlega
fjölþættu seiðmagni, að það er ekkert vísara en
þær kunni ráð til að snúa á laxinn, eins og karl-
mennina, ef þeim þykir þáð ómaksins vert.
í þetta sinn er ekki ætlunin að segja meira frá
afrekum Jóhannesar í Laxá. Hann sendir máske
Veiðimanninum eitthvað um þau síðar. Hann var
á ferð hér syðra á dögunum og skaut þá inn til
mín þessari frásögn um eina ferð sína í Vopna-
fjörð. Blaðið kann honum beztu þakkir fyrir — og
tæntir fleiri slíkra heimsókna frá norðlenzkum
veiðimönnum. Ritstj.
VIÐ þrír félagar höfðum verið að
veiðum í Selá í Vopnafirði. Við höfðum
veiðileyfi í landi Hróaldsstaða, hjá Stein-
grími bónda Sigmundssyni.
\reiðisvæði þetta nær frá fossi, sem
er góð, en vitanlega kæmi fljótt til at-
hugunar að reisa veiðimannahús, þegar
búið væri að rækta upp veiðisvæðið, því
ef það tækist vel, yrði þar pláss fyrir
allmargar stengur.
Ritstj.
Jóhannes með stóru laxana, 30 og 31 pd. Annan
veiddi hann á Stiflunni, hinn i Kistukvisl.
er skammt innan við bæinn og ekki
laxgengur, niður fyrir brú, að landa-
merkjum Hvammsgerðis, sem er bær
stutt neðan við brúna. Þessir tveir bæir
eiga land að ánni að vestan, frá fossi til
sjávar. Við höfðum ekki veiðileyfi í
landi Hvammsgerðis, því Benedikt bóndi
þar hafði sagt okkur, að lax veiddist ör-
sjaldan í sínu landi, nema helzt við ár-
mótin skammt fyrir neðan brúna, og væri
okkur velkomið að reyna þar endur-
gjaldslaust, ef við vildum.
Við sváfum í tjaldi, sem við reistum
7
Veiðimaðurinn