Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 21
VIGGÓ JÓNSSON: Bóndinn \ Nesi. ALLIR veiðimenn, sem veitt hafa í Laxá í Þingeyjarsýslu, þekkja bóndann í Nesi, Steingrím Baldvinsson, og nrarg- ir hafa einhvern tíma notið leiðsagnar Jians um þetta veiðisvæði. Ég er einn þeirra, sem hef átt því láni að fagna, að fá að kynnast honum persónulega. Flestir munu viðurkenna, að Steingrím- ur þekki veiðisvæðið eins og fingurna á sér, og kemur það glögglega í ljós þegar hann rær „undir veiðimönnum“ á efra svæðinu í Nesi og þræðir framhjá legu- stöðum laxins, til þess að styggja liann ekki; en slíkt er atiðvitað aðeins fært þeim, sem veit nákvæmlega hvar fiskur- inn liggur. Með þessum hætti urðu kynni mín af Steingrími. Steingrímur er Þingeyingur langt fram í ættir. Hann er fæddur í Nesi hinn 29. október 1893 og er því réttra 63 ára. Fáir munu trúa því, sem sjá hversu léttilega hann sveiflar flugustönginni, en Stein- grímur er áhugasamur stangaveiðimað- ur, ekki síður en leiðsögumaður veiði- nranna. Hann kastar fallega flugu og stendur vel að veiði. Heldur enda stang- arinnar með lausum lófa til þess að drepa ekki vinnsluna í stönginni, enda munu margir veiðimenn öfunda Stein- grím af köstum hans, einkanlega ef skilyrði eru erfið. Faðir Steingríms, Baldvin, og afi hans, Þorgrímur Péturs- son, bjuggu báðir í Nesi áður en Stein- grímur lióf búskap sinn þar, fyrir um 37 árum (1919). Þorgrímur Pétursson var á sínum tíma mikill stangaveiðimað- ur og átti góða, enska Greenheart veiði- stöng; hann hnýtti ennfremur allar sín- ar flugur sjálfur og veiddi mikið á þær. Það má því segja að veiðigleðin sé Stein- grími í blóð borin. Steingrímur er hæglátur maður og læt- ur lítið yfir sér. Hann er ekki margmáll í fyrstu, en við nánari kynni verður hann ræðinn og kann frá mörgu að segja. S.l. sumar var ég að veiðum í Laxá í Þingeyjarsýslu, og var veiðifélagi minn, Björn Gíslason, bílstjóri, með mér við veiðarnar í Neslandi. Við fengum Stein- grím með okkur til þess að róa, og er við höfðum reynt frá Presthyl og upp í Vitaðsgjafa, án árangurs, ókurn við upp í Grástraum, en á leiðinni sagði Stein- grímur okkur eftirfarandi sögu, en lttin lýsir þreki hans, karlmennsku og sálar- ró. Tel ég að lesendur muni viðurkenna, að auðveldara sé að lesa um en í að komast. Ég gef nú Steingrími orðið: För mín til undirheima. VETURINN 1946 var ég farkennari á Aðaldal. í febrúar liafði ég skóla á Síla- læk, en sá bær er norðan Aðaldalshrauns vestarlega — úti undir sjó. Laugardaginn 9. febrúar ætlaði ég að skreppa heim til mín að Nesi og koma Veiðimadurinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.