Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 20
þykja dauflegra við árnar, ef fuglarnir, sem við höfum mestar mætur á, yrðu horfnir þaðan eftir nokkur ár. Við ættum því að leggja fram okkar hlut til að út- rýma minknum. Maður, sem ég átti tal við fyrir skömmu, stakk upp á því, að stangveiðimenn tækju sig saman og færu öðru hverju í minkadrápsferðir. Hvern- ig væri að stófna minkadrápsfélag eða samtök til þess að vinna að eyðingu hans? Ymsir telja ekki eftir sér að fara upp um fjöll og firnindi í misjöfnum veðr- um, til þess að skjóta meinlausa fugla, sem surnir eru okkur mörgum til yndis- auka við stangveiðarnar á sumrin. Hvern- ig væri að þeir breyttu stundum til og reyndu að bana nokkrum minkum í stað rjúpna og gæsa. Að sönnu er venjulega lítið hægt að koma byssunni við á minka- veiðum, vegna þess að hann er lítið á ferli meðan bjart er. F.n þeir gætu reynt að veiða hann í gildrur og með spreng- ingum. Vitað er að dýrabogar hafa sum- staðar verið notaðir með allgóðum ár- angri. Þess má geta, að nú í haust var leiðangur ráðgerður upp á Arnarvants- heiði, úr nærliggjandi hreppum, þegar vötn færi að leggja. Ætluðu leiðangurs- menn að hafa í þeirri för um 500 dýra- boga, auk skotvopna. Verður fróðlegt að frétta, hvernig herferð þessi hefur gengið. Ég vona að kunningjar mínir í hópi skotmanna og aðrir, sem þá íþrótt stunda, fyrirgefi mér þótt ég segi það, að síð- an ég komst til fullorðinsára hef ég aldrei getað skilið, að menn skuli hafa ánægju af að skjóta á sitjandi rjúpnahóp, svo eitthvert dæmi sé nefnt, eða læðast að sitjandi fuglum og drepa þá — já, jafn- vel sömu fuglategundirnar, sem þeir telja minkinn óalandi og óferjandi fyrir að drepa. Munurinn er þó sá, að hann þarf þess, til þess að hafa að éta. Þá afsökun hafa mennirnir ekki nú á okk- ar landi. Ég veit að einhverjir muni hugsa: „Þú ert undaiiega samsettur mað- ur. Þú hefur þó gaman af að drepa lax.“ Já, ég tel það svo miklu betra, að það sé á engan hátt sambærilegt, en rök mín fyrir þeirri skoðun verða að bíða að þessu sinni. Sum þeirra ættu líka að vera öllum auðsæ. En hvað sem skoðun- um manna á fugladrápi líður, þá er það víst, að væri öllum þeim tíma og orku, sem eytt er til þeirrar iðju, varið til þess að reyna að útrýma villiminknum, mætti hindra útbreiðslu hans talsvert meira en tekizt hefur til þessa. Að lokum skal það tekið fram, að þeim sem eitthvað vildu segja um þetta mál, með eða móti, er heimilt rúm hér í ritinu fyrir hugleiðingar sínar. Ritstj. LAX í SKÖTUMAGA. í marzraánuði árið 1951 var togarinn Jörundur að veiðum á Eldeyjargrunni. í einu toginu fékk hann í vörpuna gríðarstóra skötu, sem skipverjum þótti ærið magamikil. Þeir brugðu hnífi á belginn og kom þá í ljós, að miðlungsstór lax var í maga skötunnar. Hafði hún verið að enda við að gleypa hann, því hann var alveg óskemmdur. Skipverjar tóku eftir því, að laxinn mundi ekki hafa soltið heldur, því hann var einnig úttroðinn af æti. Við krufningu kom í ljós, að hann hafði tekið svona hressilega til matar síns af úthafsrækju. Skipverjar suðu laxinn og borðuðu hann með heztu lyst, enda var hann spikfeitur og ekkert far- inn að láta á sjá í maga skötunnar, svo sem áður var sagt. 18 Vetðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.