Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 26
Yktar veiðisögur.
AÐ endaðri árshátíð S.V.F.R. 1955 fóru
nokkrir félagsmenn upp í Nörðurárdal,
þeirra erinda, að flytja að efni í liinn
nýja veiðiskála félagsins, er rísa skyldi
í Litla-Skarðslandi, og sem vel bæri nafn-
ið Birkihlíð. Dvalið var í skálanum við
Laxfoss þrjár nætur alls. Sumir þessara
manna eru kunnir veiðimenn, er hafa
frá mörgu að segja. Hef ég reynt að færa
í letur nokkrar sögur þeirra, eftir minni,
ef ske kynni, að einhver hefði ánægju af
að lesa þær í skammdeginu.
Fyrsti sögumaður.
EINU SINNI var ég að kasta flugu á
Vitaðsgjafa í Laxá í Aðaldal. Hafði ég
vaðið út svo langt sem fært var í vöðunt og
unr manninum ofraun. Mér finnst sagan
vel þess virði, að hún komizt á þrykk,
einmitt í Veiðimanninum, þar sem les-
endur eru margir hverjir kunnugir Stein-
grími í Nesi, og hann svo nátengdur
stangaveiðiíþróttinni.
V. ].
náði sæmilega út á staðinn, þar sem lax-
inn tekur. Ég hafði séð lax rísa á flug-
una, en taka vildi liann ekki. Ég dró
því inn línuna og hugðist stækka flug-
una. Þegar ég opnaði fluguhylkið datt
í ána fluga, sem var mér nokkurs konar
lukkufluga. Á hana hafði ég veitt nrarga
stórlaxa, en nú var hún rúin flestu
skrauti sínu, en skipaði heiðurssess efst
til hægri í fluguhylkinu mínu. Og þarna
fór hún og þýddi ei unr að sakast. Ég
tók því systur hennar, Blue Charm No. 1,
og hnýtti á girnið og hóf að kasta að
nýju. Eftir nokkur köst var flugan tekin
fast og örugglega. Ég þokaði nrér til
lands, og eftir drykklanga stund landaði
ég silfurgljáandi 19 punda hæng. Flugan
sat í hægra munnviki lrans. En haldið
þið ekki að í því vinstra hafi verið lukku-
flugan mín, sem ég missti í ána!
Annar sögumaður.
EINU SINNI fór ég til veiða í Laxá í
Leirársveit. Við hlutkesti kom það í minn
hlut, að veiða uppsvæði árinnar fyrra
24
Veiðimaðurinn