Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 54

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 54
fyrir alþingismenn að álíta, að þeir hefðu til brunns að bera mesta þekkingu. En svo ólieppilega vildi til, að þessir sömu menn höfðu aðstöðu til að taka sér ann- arra hlut. Hver getur ætlast til, að þeir tækju sig fram urn að mæla með því, að þessi aðstaða væri af þeim tekin? Afleiðingin af leiðsögn netamanna er sú, að aukin tækni í netaveiði liin síð- ustu ár liefur ekki aðeins minnkað enn hlut þeirra, sem við uppeldissvæðin búa, heldur mætt á viðhaldsstofninum í æ rík- ara mæli. — Hafa ekki t. d. Elliðaárnar, þrátt fyrir smæð sína, gefið meira en helming laxa á við allt Ölfusársvæðið sum hinna síðustu ára? Og reynandi væri að spyrja veiðimálastjóra, hvort ekki sé auðvelt að finna við ósa Hvítár í Borg- arfirði einn netabónda, sem telji hik- laust fram álíka mikla laxveiði og öll Norðuráin gefur. IV. Undanfarin ár hefur staðið yfir end- urskoðun lax- og silungsveiðilaganna. Ég sendi endurskoðunarnefndinni tillögu að ákvæðum, sem miðuðu að því að auð- velda upplýsingu alls ólöglegs veiðiþjófn- aðar, um leið og þau ættu að styrkja grundvöllinn undir öllu umbótastarfi í veiðimálum í náinni framtíð. Tillagan var á þá leið, að allan veidd- an lax bæri að merkja ákveðnu merki, sem veiðimálastjóri léti af Jiendi gegn litlu gjaldi. Sá lax, sem fyrirhittist ó- merktur í verzlunum, vinnslustöðum, matsölustöðum o. s. frv. væri upptækur og handhafi ábyrgur. Eramkvæmdin var ákaflega einföld: Ég lagði til að notuð væri málmplata, fest í fiskinn með sérstakri gerð vírs, sem dreginn væri gegnum plötuna og númeruð þrykkitöng klemmdi hana um vírinn um leið og hún þrykkti númeri sínu í plötuna. Hver viðurkenndur netabóndi fengi sína töng, svo og hvert stangveiðisvæði, þannig að notandi veiðiréttarins á hverj- um stað hefði merkinguna mð höndum. Misnotkunarhætta væri mjög lítil. Lög- legir notendur veiðiréttarins myndu tæp- lega hjálpa veiðiþjófum í þessu efni. Lítil hætta væri á að menn föfsuðu merkin. Þess munu fá dæmi til dæmis, að tollinnsigli hafi verið fölsuð, þrátt fyrir mjög mikla og almenna smyglhvöt. Tveir mikilvægir hliðarárangrar: Veiðimálastjóri gæti innheimt merki- tæki þegar að endaðri vertíð. Væri þá komið í veg fyrir söfu afla, sem kynni að nást eftir löglegan veiðitíma. Þegar veiðimálastjóri teldi ónotuð merki hjá hverjum tangarhafa að lok- inni vertíð, fengi hann áreiðanlegar upp- lýsingar um tölu veiddra laxa á merki- svæði tangarinnar. Þá væri loksins með vissu þekkt magn veiðinnar og veiði- málastjóri væri í því efni hvorki háður skattframtalsundandrætti netamanna né gleymsku annarra. — Réttar uppfýsingar um magn veiðinnar eru auðvitað sá grundvöflur, sem allar umbætur hfjóta að byggjast á. Tillaga mín fann ekki náð fyrir augum endurskoðunarnefndar lax- og silungs veiðilaganna, né þeirra manna annarra, sem um hana fjölluðu. Mér er ekki ljóst, hvort þar hafi verið að verki venjuleg- ur sofandaháttur, eða hitt, að einhverjir framtalsvarir netamenn hafi verið spurð- ir ráða. Er ekki rétt að taka tillöguna á ný til 52 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.