Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 37
með spánýja flugustöng, en í fyrstu köst-
unum festi ég fluguna í bakka aftan
við mig, án þess að veita því eftirtekt,
og braut svo stöngina í framkastinu.
Þarna hefði ég verið illa settur, ef Guð-
mundur hefði ekki haft stöng aflögu, sem
hann lánaði mér.
Eitt sinn voru þeir með okkur, Þorkell
Jóhannesson prófessor og Erlingur Þor-
steinsson læknir, mágur minn, en Þorkell
var löngum veiðifélagi okkar og mikill
vinur Guðmundar, enda báðir einkar
vinfastir. Vöknuðum við árla morguns
í hráslaga veðri, og varð ég fyrstur til
þess að fara út úr tjaldinu og hita kaffí,
en þegar ég ætlaði að hella olíu á prím-
usinn, fann ég enga trektina. Meðan ég
var svo að fjargviðrast út af þessu, þá
rumskar Guðmundur í poka sínum og
rymur í honum: „Bíddu svolítið, ætli
ég hafi ekki trekt hérna á mér.“ Og viti
menn, eftir að hafa þuklað og þreifað
um sig allan, kom hann með trektina
upp tir einum vasa sínum.
Þá var það einu sinni sem oftar, að
við Guðmundur vorum einir saman að
veiðum í Soginu, fyrir Bíldsfellslandi.
Höfðum við Italdið okkur á neðra svæð-
ínu síðari hluta laugardags og fyrri hluta
sunnudagsins, en veiði var í tregasta lagi.
Ég stakk því upp á því við Guðmund,
að við skyldum skreppa upp að Sakkar-
hólma og reyna þar, en Guðmundi fannst
tíminn of naumur, því við ætluðum heim
þá um kvöldið, en upp að hólmanum
var um 40 mínútna gangur hvora lei'ð.
Það varð þó úr, að ég fór einn upp eftir,
fékk engan laxinn, en var þrjár klukku-
stundir í ferðinni.
Þegar ég kom aftur, var Guðmundur
á stjái á árbakkanum, farinn úr vöðl-
unum og kominn í inniskó og sýnilega
ekki í bráðum veiðihug. Ég sagði hon-
um frá minni ferð og innti hann síðan
eftir því, hvort hann hefði nokkuð veitt.
Guðmundur anzaði því lítt, en var mjög
þungbúinn á svip og auðsjáanlega mikið
niðri fyrir. Ég spyr hann því, hvort hann
hafi nokkuð meitt sig, en hann sagði
það ekki vera. Mér datt þá í hug, að ef
til vill liefði eitthvert slys orðið hjá veiði-
mönnunum hinum megin árinnar og
krafði hann því svars umsvifalaust, hvort
nokkuð hefði komið fyrir.
„Nei, ekki var það, ekki beinlínis, og
þó eiginlega, en það má kannske telja
það bæði slæmt og gott.“
Mér varð nú rórra, en er ég sá fram
á það, að sagan mundi ekki koma alveg
umbúðalaust, settist ég niður og fékk
mér kaffisopa, en Guðmundur settist hjá
mér og fékk sér duglega í nefið.
„Jæja, hvernig var það, veiddirðu
nokkuð?“
„Líklega hef ég í dag bjargað þessu
vatni frá því versta, sem fyrir gat komið.“
„Og hvernig fórstu að því?“
„Ég veiddi lax, ef lax skyldi kalla.“
„Var hann svona lítill?“
„Lítill og lítill ekki, en ég bjargaði
áreiðanlega Soginu með því að draga
hann.“
„Hvernig þá það?“
„Það getur hver sagt sér sjálfur, þegar
hann sér hann.“
„Láttu mig þá sjá gripinn."
„Hann er þarna í læknum — og lif-
andi.“
„í læknum? Ertu vitlaus, maður? Hann
syndir strax út í á.“
„Nei, hann fer ekki langt. Ég gekk
svoleiðis frá lionum, að það er öruggt.“
VWCIMAÐURINN
35