Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 27
hluta dags. Veiddi ég þar tvo laxa um morguninn. Dvaldist mér þar efra fram eftir degi, og var nokkuð liðið á kvöld þegar ég kom niður að Laxfossi. Þar höfðu veiðzt tveir fiskar um morguninn, en síðan ekki orðið vart, þrátt fyrir góða viðleitni veiðimannanna. Buðu þeir mig velkominn í ördeyðuna. Kváðust þeir ætla að hvíla sig og sjá hvernig mér gengi. Ég fór að öllu með gát. Virti fyrir mér svæðið og sá mér til ánægju, að lax var að kasta sér í Vaðstreng. Beitti því í skyndi og kastaði út í strenginn. Strax var hrifsað í maðkinn, en ég hugðist gefa honum tíma og brá því ekki við honum strax, heldur lækkaði stangartoppinn og hafði línuna slaka. Allt í einu er línan dregin út með feikna hraða og fram hjá mér strikar lax upp á Breiðuna. Þar stekk- ur hann, en línan mín kemur upp úr vatninu og varð ekki annað séð en hún væri föst um stein niðri í Vaðstreng. Ég hélt niður með strengnum og hugðist losa línuna úr botni. En stekkur þá ekki lax úti í strengnum, bersýnilega þræddur upp á línuna. Þarf ekki að orðlengja það frekar, að þarna landaði ég tveim- ur löxum nokkru seinna. Hafði maðkur- inn þokast út um tálknin á þeim fyrri, en sá seinni magagleypt. Þegar ég var að draga línuna til baka gegnum tálkn fisksins, kom til okkar drengur frá Lamb- liaga, sem horfði spurnaraugum á veið- ina, en varð svo að orði: „Er þetta al- vanalegt?" Þriðji sögumaður. ÞRIÐJI sögumaður tók nú til máls á þessa leið: „Þessi saga rifjar upp atburð, er skeði hérna á heimamiðunum, nánar tiltekið í Klingenberg, fyrir nokkrum árum. Eins og þið vitið, þá raðar laxinn sér upp neðantil við iðuna, þannig, að væri lína dregin þvert yfir hylinn, þá mundi hún liggja um nefin á löxunum, þar sem þeir liggja hlið við hlið, milli þess er þeir þreyta leik við fossinn. í þessari veiðiferð voru félagar mínir bún- ir að veiða 2—4 fiska hvor. Aðeins ég hafði ekki orðið var, og nú var komið að síðasta degi. Ég skyldi veiða á milli fossa síðasta morguninn, og rétt fyrir hádegi kom ég tómhentur heim aftur. Stóðu þá tveir félagar mínir við skála- hornið. Þeir sögðu sínar farir ekki slétt- ar, kváðust þeir vera búnir að setja í 6 laxa í Krossholu, sem allir hefðu skorið línuna í sundur í mynni Klingenbergs. Töldu þeir slíkt ekki einleikið. Rétt í þessu stökk lax í „Holunni". Var það stórlax. Þeir sögðu að hann væri að storka mér „fiskifælunni", og ragmönuðu mig að fara og sýna honum í tvo heimana. Og hver fær staðist frýjuorð félaga sinna? Ég fór og renndi. Skipti það engum tog- um, laxinn tók og strikaði upp í Klingen- berg, upp með klöppinni húsmegin, kaf- aði niður og stökk stigamegin þvert yfir iðuna og kom niður í vatnið fyrir ofan línuna mína. Á þessu ferðalagi hafði hann „slegið stikk“ utan um girnistaum- ana á löxunum 6, er félagar mínir höfðu misst, en sökkurnar vörnuðu því að taum- arnir drægjust úr bragðinu. Ég sá strax að hér var mikið í húfi, ef veiðin ætti ekki að ganga mér úr greipum. Já, hér var úr vöndu að ráða, en svo kom mér ráð í hug. Ég þokaði mér nær, hélt lín- unni yfir miðjum hylnum og lét laxana um að þreyta hvern annan. Þar kom um síðir, að ég gat þokað mér til lands með fenginn. Lönduninni lýsti félagi Vr.IÐIMADURINN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.