Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 21
VIGGÓ JÓNSSON: Bóndinn \ Nesi. ALLIR veiðimenn, sem veitt hafa í Laxá í Þingeyjarsýslu, þekkja bóndann í Nesi, Steingrím Baldvinsson, og nrarg- ir hafa einhvern tíma notið leiðsagnar Jians um þetta veiðisvæði. Ég er einn þeirra, sem hef átt því láni að fagna, að fá að kynnast honum persónulega. Flestir munu viðurkenna, að Steingrím- ur þekki veiðisvæðið eins og fingurna á sér, og kemur það glögglega í ljós þegar hann rær „undir veiðimönnum“ á efra svæðinu í Nesi og þræðir framhjá legu- stöðum laxins, til þess að styggja liann ekki; en slíkt er atiðvitað aðeins fært þeim, sem veit nákvæmlega hvar fiskur- inn liggur. Með þessum hætti urðu kynni mín af Steingrími. Steingrímur er Þingeyingur langt fram í ættir. Hann er fæddur í Nesi hinn 29. október 1893 og er því réttra 63 ára. Fáir munu trúa því, sem sjá hversu léttilega hann sveiflar flugustönginni, en Stein- grímur er áhugasamur stangaveiðimað- ur, ekki síður en leiðsögumaður veiði- nranna. Hann kastar fallega flugu og stendur vel að veiði. Heldur enda stang- arinnar með lausum lófa til þess að drepa ekki vinnsluna í stönginni, enda munu margir veiðimenn öfunda Stein- grím af köstum hans, einkanlega ef skilyrði eru erfið. Faðir Steingríms, Baldvin, og afi hans, Þorgrímur Péturs- son, bjuggu báðir í Nesi áður en Stein- grímur lióf búskap sinn þar, fyrir um 37 árum (1919). Þorgrímur Pétursson var á sínum tíma mikill stangaveiðimað- ur og átti góða, enska Greenheart veiði- stöng; hann hnýtti ennfremur allar sín- ar flugur sjálfur og veiddi mikið á þær. Það má því segja að veiðigleðin sé Stein- grími í blóð borin. Steingrímur er hæglátur maður og læt- ur lítið yfir sér. Hann er ekki margmáll í fyrstu, en við nánari kynni verður hann ræðinn og kann frá mörgu að segja. S.l. sumar var ég að veiðum í Laxá í Þingeyjarsýslu, og var veiðifélagi minn, Björn Gíslason, bílstjóri, með mér við veiðarnar í Neslandi. Við fengum Stein- grím með okkur til þess að róa, og er við höfðum reynt frá Presthyl og upp í Vitaðsgjafa, án árangurs, ókurn við upp í Grástraum, en á leiðinni sagði Stein- grímur okkur eftirfarandi sögu, en lttin lýsir þreki hans, karlmennsku og sálar- ró. Tel ég að lesendur muni viðurkenna, að auðveldara sé að lesa um en í að komast. Ég gef nú Steingrími orðið: För mín til undirheima. VETURINN 1946 var ég farkennari á Aðaldal. í febrúar liafði ég skóla á Síla- læk, en sá bær er norðan Aðaldalshrauns vestarlega — úti undir sjó. Laugardaginn 9. febrúar ætlaði ég að skreppa heim til mín að Nesi og koma Veiðimadurinn 19

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.