Bændablaðið - 06.10.2022, Side 20

Bændablaðið - 06.10.2022, Side 20
Aukin framlög eru því til útbreiðslu á birki. Framlög til skógræktar á lögbýlum hafa einnig aukist af hálfu hins opinbera. Samhliða því hefur aukist mjög áhugi ýmissa fyrirtækja, stofnana og samtaka, innlendra og erlendra, á því að rækta skóga á Íslandi til kolefnisbindingar og eflingar náttúru og samfélags. Skógræktin verður með bás á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll 14.-16. október. Þar verða fulltrúar stofnunarinnar til samtals um hvaðeina sem snertir skóga og skógrækt með sérstakri áherslu á kolefnismálin annars vegar og skipulagsmál skógræktar hins vegar. Undanfarin misseri hefur Skógræktin í samstarfi við ýmsa aðila unnið að því að innleiða viðurkenndan staðal um kolefnisbindingarverkefni með skógrækt sem hæf eru til alþjóðlegrar vottunar. Með slíkum verkefnum er hægt að búa til vottaðar kolefniseiningar með skógrækt sem telja má fram á móti losun í grænu bókhaldi og öðlast þar með ábyrga kolefnisjöfnun á losuninni. Staðallinn er kallaður Skógarkolefni og eru fyrstu verkefnin sem í fyllingu tímans hljóta vottun nú í burðarliðnum. Matvælaráðherra kynnti nýlega nýja sameiginlega stefnu ríkisvaldsins um skógrækt og landgræðslu undir heitinu Líf og land. Þar eru sett fram opinber markmið um þessi mál og tíundaðar leiðir að markmiðunum. Skammt er síðan ný skógræktarlög tóku gildi hér á landi og eru þau meginramminn um alla skógrækt á landinu. Ýmislegt fleira setur skógrækt ramma, svo sem aðal- og deiliskipulag sveitarfélaga, lög um náttúruvernd og náttúruminjar, lög um fornleifar og fleira mætti nefna. Öflugt rannsóknarstarf fer líka fram í skógargeiranum. Skógrækt býr því við gott aðhald sem tryggir vönduð vinnubrögð. Verið velkomin í bás Skógræktarinnar á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll. Við tökum vel á móti ykkur og hver veit nema ketilkaffi verði á eldstæðinu og eitthvað gott í gogginn sem á uppruna sinn í skóginum. Skógræktin, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir. Sími 470 2000. Netfang: skogur@skogur.is. Vefsíða: www.skogur.is Þennan skemmtilega leik geta gestir í bás Skógræktarinnar tekið með sér og notað þegar skógar eru heimsóttir, á ferðalögum um landið o.s.frv. Myndir / Pétur Halldórsson Skógrækt er í mikilli sókn á Íslandi um þessar mundir. Stjórnvöld hafa tekið svokallaðri Bonn-áskorun Evrópulandanna fram til 2030 og teflt þar fram sem meginmarkmiði að þekja birkiskóga fari úr einu og hálfu prósenti í fimm prósent. Skógur og skipulag er eitt af því sem gestir Landbúnaðarsýningarinnar geta komið og rætt við fulltrúa Skógræktarinnar um. Skógrækt er markaður skýr rammi með lögum um skóga og skógrækt, náttúruvernd og minjavernd en einnig aðal- og deiliskipulagi sveitarfélaga og fleiri þáttum. Markmiðin með skógrækt til nytja og kolefnisbindingar eru fjölþætt. Nefna má uppbyggingu timburauðlindar til framtíðar, kolefnisjafnvægi landsins, útivist, betra veður og fleira og fleira. Dvöl í stæðilegum skógi er heilsubót í amstri lífsins. Skógræktin vinnur að því í víðtæku samstarfi að breiða út birkiskóga landsins. Markmið stjórnvalda er 5% þekja birkiskóglendis 2030. Söfnun og sáning á birkifræi er ekki síst skemmtilegt verkefni fyrir fjölskyldufólk. Nánar á birkiskogur.is Sk óg ræ kt in KYNNINGAR

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.