Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ofbeldi er ekkert einka- mál og úrvinnsla áfalla ekki eitthvað sem geyma má neðst á forgangs- lista okkar – þetta er dauðans alvara. Hjartans mál! Með því að neita að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópu- samband- inu eru samtök í atvinnulíf- inu í raun að svíkja félags- menn sína. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Samtök iðnaðarins hafa verið dugleg að búa til frasa og skýrslur á borð við „Hlaupum hraðar“, „Tækifæri til vaxtar“ og f leira í þessum dúr. Allt er þetta gott og blessað. Í gögnum frá þeim er oft að finna prýði- legar tillögur um það sem betur má fara í íslensku atvinnulífi en þar er alltaf forðast eins og heitan eldinn að tala um það sem máli skiptir, íslensku krónuna og vandkvæðin henni tengd. Til dæmis ef samtökin ætla sér að „Slíta fjötrana“ eins og einn frasinn frá þeim hljóðar, þá ætla þau samt að vera áfram í fjötrum íslenskrar krónu, eða þá „Hugsum stærra“ sem er frasi frá Viðskiptaráði, þá er hvergi vikið að þeirri óáran sem fylgir samlífi þjóðarinnar með krónunni. Sambærileg samtök í nágrannalöndunum hafa öll verið í forystu fyrir inngöngu landa sinna í Evrópu- sambandið svo maður hlýtur að spyrja sig, hvað veldur því að íslensk systursamtök þora því ekki? Hví eru þessi samtök þessu marki brennd að þora ekki að hugsa út fyrir hinn pólitíska ramma sem ráðandi öfl (les; útgerðin) setur þeim? Með því að neita að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru samtök í atvinnulífinu í raun að svíkja félagsmenn sína um það viðskiptafrelsi sem þykir sjálfsagt í nágrannalöndunum. Hér endurtekur sig sagan frá fyrri áratugum þegar það voru ekki stjórnmálaflokkar sem kenna sig við frelsi eða atvinnulífssamtök sem unnu að aðild Íslands að EFTA og EES heldur voru það stjórnmála- flokkar sem bera hag heildarinnar fyrir brjósti. Þegar vel er búið að almenningi þá gengur vel í atvinnulífinu þó að það sé ljóst að velferð almennings verður ekki kostuð nema með skattpeningum. Enn á ný stilla Samtök iðnaðarins upp breiðum hópi, konum og körlum, sem á Iðnþingi eiga að fjalla um „Stóru vaxtartækifærin á Íslandi“. Það er ástæða til að hvetja til hlustunar eftir hvort það verði áfram hinn holi hljómur sem þaðan hefur borist um árabil og hvort hreðjatak útgerðarinnar ráði enn málflutn- ingi samtakanna. n Brandarakarlar í Borgartúni Bolli Héðinsson hagfræðingur SKEMMTANIR HIN LANDSÞEKKTA, FRÁBÆRA SÖNGKONA OG SKEMMTIKRAFTUR ICY SPICY LEONCIE VILL SKEMMTA UM ALLT LAND, Í ALLSKYNS OPINBERUM MANNFÖGNUÐUM, MEÐ SÍNA BESTU VESTRÆNU SMELLI. S. 854 6797 Sjáið: www.youtube.com/icyspicyleoncie BOOK NOW FOR SUPER ENTERTAINMENT Konur sem hafa orðið fyrir of beldi, líkamlegu eða kynferðislegu, eru allt að tvöfalt líklegri til að fá hjartaáfall heldur en jafnöldrur þeirra sem ekki hafa orðið fyrir slíku of beldi. Þetta segja bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggð er á gögnum úr einni viðamestu og mikilvægustu rannsókn sem unnin hefur verið hér á landi, Áfallasögu kvenna. Tæplega 32 þúsund konur lögðu sitt af mörkum í Áfallasögu kvenna og hafa reglu- lega birst sláandi niðurstöður úr henni. Niðurstöðurnar hafa til að mynda sýnt að fjörutíu prósent íslenskra kvenna hafa orðið fyrir of beldi, þriðjungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða of beldi á vinnustað og fjórtán prósent kvenna sýna einkenni áfallastreituröskunar. Á lyflæknaþingi í liðinni viku voru kynntar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar þar sem könnuð voru tengsl líkamlegs og kynferðis- legs ofbeldis við hjartaáföll og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Áhættuþættir þeir eru reykingar, sykursýki og háþrýstingur. Aukið algengi hjartaáfalla meðal kvenna með ofbeldissögu var aðeins að litlum hluta útskýrt með þessum hefðbundnu áhættuþáttum. Konur sem höfðu verið útsettar fyrir of beldi á lífsleiðinni voru allt að tvöfalt lík- legri til að hafa greinst með hjartaáfall. Eins sláandi og þær tölur eru komu þær rann- sakendum ekki sérlega á óvart, enda studdu fyrri rannsóknir hérlendis sem erlendis, þessa niðurstöðu. Ekki er þó vitað hvað veldur tengslunum. Berglind Guðmundsdóttir, yfirlæknir á geðsviði Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, ræddi áföll og afleiðingar þeirra í Mannlega þættinum á Rás 1 í liðinni viku. Þar lagði hún áherslu á að aldrei væri of seint að vinna úr áföllum. Það væri klárlega kostur að vinna úr þeim fyrr, enda geti áfalla- streita haft víðfeðm áhrif á líf einstaklings, á þroska hans, sambönd og jafnvel náms- getu en það væri þó aldrei of seint. Mark- viss úrvinnsla getur leitt til hamingjuríks lífs sem ekki er stjórnað af áföllum fortíðar. Niðurstöður þær sem hér er tæpt á eru enn ein áminningin um mikilvægi baráttunnar gegn of beldi. Of beldi er ekkert einkamál og úrvinnsla áfalla ekki eitthvað sem geyma má neðst á forgangslista okkar – þetta er dauðans alvara. Hjartans mál! n Ofbeldi ekkert einkamál benediktboas@frettabladid.is Skipta um bikar Diljá Pétursdóttir lyfti Euro- vision-bikarnum um helgina með laginu Power. Diljá fékk yfirburðakosningu bæði frá almenningi og dómnefndinni. En bikarinn er bara einhver trékassi. Auðvitað ætti RÚV að sjá sér leik á borði og skipta um verðlaunagripi sem stofnunin gefur sínum sigurvegurum. Það er jú veittur Hljóðnemi fyrir sigur í Gettu betur – sem myndi auðvitað sóma sér miklu betur í Eurovision en Gettu betur. Gáfuðu framhaldsskólakrakk- arnir gætu þá fengið trékassann eftirsótta en Eurovision-fararnir myndu fá Hljóðnemann. Það hljómar rökrétt. Appið góða RÚV kynnti til leiks nýtt smá- forrit í tengslum við Eurovision, RÚV Stjörnur. Segir í tilkynn- ingu að margir hafi nýtt sér þann valkost. Í sömu tilkynn- ingu segir að á úrslitakvöldinu hafi landsmenn gefið lögunum samtals 250 þúsund atkvæði og komu um 42 þúsund í gegnum smáforritið eða 16,8 prósent. Það þýðir að fólk hafi rifið upp símann 208 þúsund sinnum. Ef hvert atkvæði kostaði 169 krónur í símakosningunni fóru 35 milljónir hið minnsta í kassa RÚV og símafyrirtækjanna. Ekki er alveg vitað hvað atkvæðið kostaði í smáforritinu en ef það kostaði líka 169 krónur þá verða milljónirnar 44 – takk fyrir túkall. n 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.