Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 30
Baldur gerir upp Berlínarárin á nýrri þröngskífu. Fréttablaðið/anton brink Tónlistarmaðurinn og upp- tökustjórinn Baldur sendi á dögunum frá sér lagið Damn it, sem er fyrsta stuttskífan af fjögurra laga þröngskífu sem væntanleg er á næstu dögum. Hann segir að erfitt sé að staðsetja tónlistina í íslensku senunni en það sé í góðu lagi. ninarichter@frettabladid.is Baldur Hjörleifsson hefur unnið við tónlist alla sína ævi. Hann lærði upp- tökustjórn í Berlín og nýtir námið vel, ekki eingöngu á sviði tónlistar heldur einnig í hljóðbókafram- leiðslu sem hann sinnir meðfram tónlistinni, en hann sinnir upptöku og framleiðslu fyrir Storytel og fleiri aðila. Námstíminn í Berlín er einmitt yrkisefnið sem um ræðir á Damn it. Erfitt tímabil í Berlín „Fræið að þessu lagi varð til í Berlín fyrir nokkrum árum. Þetta er svona svolítið úrvinnsla frá þeim tíma,“ segir Baldur. „Ég gekk í gegnum svo- lítið erfitt tímabil í Berlín á sínum tíma þar sem mér fannst ég vera svo- lítið staðnaður,“ segir hann. Baldur segist hafa glímt við mik- inn kvíða á þeim tíma. „Þetta lag er um þá tilfinningu að vera áhorf- andi, en finnast maður vera á skjön á meðan tækifærin geysast fram hjá manni, og tíminn. Að dæma sig hart, en finna samt einhver þægindi í þessu lærða bjargarleysi,“ segir hann hugsi. „Þetta er gamalkunn rulla sem maður kann einhvern veginn. Þetta er þannig. En svo er textinn meira abstrakt.“ Að sögn Baldurs einkennist tón- listarpródúksjón gjarnan af eins konar bútasaums-ferli. „Örn Eldjárn spilar inn bassa, ég fæ Tuma Árna- son til að spila inn saxófónsóló og Höskuld Eiríksson til að spila inn trommur. Þetta gerist á löngum tíma,“ segir hann. Baldur var undir áhrifum frá bandaríska pródúsernum J Dilla heitnum, þegar hann samdi lagið. „Ég var að hlusta mikið á hann á þessum tíma. Hann er að vinna með svona höktandi takta og mér fannst það ríma vel við þetta „mindset“, þetta skjögrandi element.“ „Eins og ég sé svolítið að skjögra inn í þetta sólóverkefni,“ segir Baldur og hlær. „Þetta er svona skjögrandi ráðaleysi.“ Húmoristi í Antwerpen Bróðir Baldurs, Árni Jónsson, leik- stýrði áhrifaríku myndbandi við lagið. „Hann er myndlistarmaður og er að klára mastersnám í Ant- werpen í Belgíu. Hann er svo mikill húmoristi í sinni list og þetta verður svona fullkomin synergía okkar á milli. Hann skilur tilfinninguna í laginu og er með þessa hugmynd sem við útfærum síðan saman. Ég er svolítið svona, mér finnst vídeóið og lagið hanga mikið saman,“ segir hann. „Þetta er ekki endilega mjög aðgengilegt lag. Þetta er smá ringul- reið og meiri eins og kynning á þess- um hljóðheimi. Svo ætla ég að fylgja þessu eftir með meiri popplögum,“ segir hann. „Ég ætla að reyna að gefa út næsta lag í lok apríl og annað lag aftur í lok maí.“ Baldur segist eiga erfitt með að staðsetja sig innan íslensku popp- senunnar. „Ég hef verið í alls konar kollektífum og samstarfi við Her- dísi Stefáns, Brynju, hljómsveitina Ryba og Flesh Machine. Ég er ekki læs á þetta bransaumhverfi, bein- línis. En mér finnst eins og eigin- lega enginn sé læs á það, ekki einu sinni bransafólkið. Það veit eigin- lega enginn hvað er í gangi, sem er frelsandi líka.“ Konur að gera besta efnið Baldur segir að í íslensku senunni séu konurnar að gera langbestu tónlistina. „Það er meira rokk og pönk að brjótast upp á yfirborðið, ekki samt með þessum gömlu for- merkjum. Það er allt leyfilegt og öllu hrært saman. Mér finnst mitt verk- efni vera lýsandi fyrir það móment núna. Ég hef oft haft miklar áhyggj- ur af því að það sé engin samfella í gegnum það sem ég er að búa til vegna þess að suma daga vil ég vera „singer-songwriter“ og aðra daga vil ég gera hart elektró-punk, svo er sækadelía. Þetta verkefni er að umvefja það, að þetta má bara vera svolítið random,“ segir hann. „Aðrir eru kannski næmari en ég á rauða þráðinn og leiðarstef, frekar en maður sjálfur. Þarna er ég að reyna að sigrast á þessu óöryggi. Ég er bara í mörgum mengjum og það er allt í lagi.“ Lagið Damn it má nálgast á Spot- ify, myndbandið er aðgengilegt á YouTube. n Baldur skjögrar í sólóferil KviKmyndir Cocaine Bear leikstjórn: Elizabeth Banks leikarar: Keri russell, Alden Ehrenreich, O'Shea Jackson Jr., ray Liotta Arnar Tómas valgeirsson Þótt B-myndir taki sig ekki of hátíð- lega þá geta þær verið stórskemmti- legar eða jafnvel mjög góðar, eins og The Evil Dead eða Texas Chainsaw Massacre hafa sýnt okkur. Í versta falli á áhorfandinn að geta skemmt sér yfir vitleysunni í f lippaðri hug- mynd eins og hvað myndi gerast ef útúrkókað bjarndýr myndi ráðast á fólk. Það er einmitt, eins og titillinn gefur til kynna, söguþráðurinn í Cocaine Bear. Myndin byggir (mjög lauslega) á sannri sögu þar sem smyglflugvél full af eiturlyfjum hrapaði í óbyggðum og björn nokk- ur komst í feitan farm af kókaíni. Sá björn drapst skömmu síðar en hér er björninn sprelllifandi, kókaður og mannýgur. Ansi banvænn kok- teill. Á blaði hljómar Cocaine Bear eins og hugmynd sem getur ekki klikkað fyrir áhorfendur sem eru að leita sér að skemmtilegri vitleysu. Því miður er útkoman ekki nógu góð. Þótt Cocaine Bear eigi sína spretti í tveimur til þremur atrið- um þá hittir húmorinn ekki nógu oft í mark. Flest drápin sjást ekki einu sinni í mynd og undir lokin er myndin orðin furðulega drama- tísk og hreint út sagt leiðinleg, sem er versti hlutur sem B-mynd getur nokkru sinni orðið. Björninn er þar að auki oft heldur rólegur og alls ekki jafnkókaður og hann hefði átt að vera. Kvikmyndastúdíóið Asylum, sem hefur gefið okkur skemmti- legar en ferlegar myndir á borð við Sharknado-seríuna, hefur nú lofað að svara myndinni með sínu eigin útúrdópaða rándýri í Meth Gator. Vonum að þar takist betur til. n NIÐURSTAÐA: Flöt útfærsla á skotheldri hugmynd. Björninn hefði mátt vera mun kókaðri. Hvimleiður hveitibjörn Ég er ekki læs á þetta bransaumhverfi, beinlínis. En mér finnst eins og eiginlega enginn sé læs á það, ekki einu sinni bransa- fólkið. Baldur Hjörleifsson Þegar kemur að útúrkókuðum óargadýrum þá eru kollegar björnsins í naustinni um helgar mun ógnvænlegri. mynd/SkjáSkot SIGURÐUR SIGURJÓNSSON YLFA MARÍN HARALDSDÓTTIR ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON (LADDI) ANDREA ÖSP KARLSDÓTTIR VIKTOR MÁR BJARNASON KOLBRÚN MARÍA MÁSDÓTTIR ÁRNI BEINTEINN SELMA LÓA BJÖRNSDÓTTIR VILLI NETÓ  26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞRiðJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.