Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 21
Það er alltaf mikill heiður að fá að spila fyrir íslenska lands- liðið. Íslenska landsliðið mætir aftur til leiks eftir vonbrigði á HM og hefur á ný leik í undankeppni EM í handbolta með tveimur leikjum gegn Tékklandi. aron@frettabladid.is Handbolti Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur fengið kallið frá þjálfurum íslenska landsliðsins og gæti spilað sinn fyrsta A-lands- leik í komandi verkefni landsliðsins í undankeppni EM í handbolta. Arnór var staddur á Keflavíkur- flugvelli á leið út til Tékklands, þar sem íslenska landsliðið etur kappi við heimamenn í undankeppni EM, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann segir tilfinninguna gagn- vart því að hafa verið valinn í lands- liðið vera frábæra. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu og mjög ánægður með að hafa fengið símtalið og kallið í landsliðið.“ Það eru Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon sem stýra landsliðinu í komandi leikjum sem bráðabirgðalandsliðsþjálfarar, umrætt símtal kom frá Ágústi. „Ágúst hringdi í mig og tilkynnti mér það að þeir ætluðu að taka mig inn í landsliðshópinn sem sautjánda mann. Ég væri að fara að ferðast með liðinu út í þetta landsliðsverk- efni, símtalið var stutt og þægilegt.“ Íslenska landsliðið á, eins og fyrr sagði, útileik gegn Tékkum á morgun. Í framhaldi af þeim leik snýr landsliðið aftur heim og mætir Tékkum í Laugardalshöll á sunnu- daginn. Arnóri líst vel á þessa leiki. Hann gæti í þessum leikjum spilað sinn fyrsta A-landsleik. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu, það er alltaf mikill heiður að fá að spila fyrir íslenska landsliðið og það hefur verið draumur manns frá því að maður var lítill að fá tæki- færi til þess.“ Arnór hefur verið að upplifa virki- lega góða tíma með liðsfélögum sínum í Val undanfarið. Liðið vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, hefur tryggt sér deildar- meistaratitilinn í ár og er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Ofan á það bætist nú kallið í lands- liðið. „Ég er að vinna í skóla með fram handboltanum og maður er bara orðinn starfsmaður mánaðarins þar út af öllum þessum ferðalögum tengdum boltanum,“ segir Arnór kaldhæðnislega. „Maður er búinn Þakklátur fyrir skilningsríka vinnufélaga Valsmenn hafa leikið á als oddi í vetur, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópu- deildinni. Hér er Arnór, sem hefur verið einn besti leikmaður Vals í vetur, að láta finna fyrir sér í Evrópuleik gegn þýska stór- liðinu Flensburg í Origohöllinni. fréttablaðið/ eyþór að vera að ferðast mikið í tengslum við þetta ævintýri og það leiðir af sér að maður er að spila fleiri leiki. Svona vill maður hafa þetta, maður vill bara vera að spila og ferðast, þetta er í einu orði sagt geggjað.“ Það hefur ekki reynst erfitt fyrir Arnór að fá frí í vinnunni fyrir handboltabrölt sitt. „Ég er að vinna með mjög þægi- legu og skilningsríku fólki. Þau eru frábær og styðja þétt við bakið á mér.“ n ferm. herb. íbúð nr. ferm. herb. íbúð nr. ferm. ferm. NÝTT Í SÖ LU ferm. herb. herb. ÞVOTTAHERBERGI INNAN ÍBÚÐAR herb. íbúð nr. íbúð nr. BÚSETURÉTTIR TIL SÖLU íbúð nr. NÝBYGGIN G ferm. Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjavík: Bryggjuhverfi, Mjódd og Vesturbær ÁRSKÓGAR 5 · 109 RVK. ÍBÚÐ Í VISTVÆNU HVERFI 95,7 3ja 108 herb. N ÝTT Í SÖ LU Íbúð nr. NÝT T Í SÖ LU JARÐHÆÐ MEÐ SÉRAFNOTAREIT GEYMSLA INNAN ÍBÚÐARSÉRAFNOTAREITUR Í SUÐVESTUR NÝTT Í SÖ LU SUÐURSVALIR N ÝTT Í SÖ LU NÝTT Í SÖLU Umsóknarfrestur: Til 15. mars kl. 16:00. Rafræn úthlutun: 16. mars kl. 10.00. Umsækjendum er raðað í röð þar sem hæstbjóðandi er efstur. Þegar um sömu tilboðsfjárhæð er að ræða er farið eftir félagsnúmeri. Sótt er um á vef Búseta.www.buseti.is VERTU Í SAMBANDI WWW.BUSETI.IS buseti@buseti.is Sími: 556 1000 Með því að skanna QR kóðann opnast síðan Lausar íbúðir á vef Búseta. 40 ÁRA Birt með fyrirvara um villur og breytingar. • Örugg búseta • Minni fjárbinding • Réttur til vaxtabóta • Lægri kaup- og sölukostnaður • Búseti sér um ytra viðhald Fjármagnskostnaður, skyldutryggingar, hiti, fasteignagjöld, hússjóður, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóð. ÁVINNINGUR INNIFALIÐ Í BÚSETUGJALDI Búseturéttur: Mánaðarlegt búsetugjald: Mögulegt lán: 1.800.000 kr. Afhending að ósk seljanda: Í apríl. 7.142.363 kr. 236.583 kr. Búseturéttur: Mánaðarlegt búsetugjald: Mögulegt lán: 7.117.000 kr. Afhending: Í júní. 14.234.065 kr. 295.631 kr. Búseturéttur: Mánaðarlegt búsetugjald: Mögulegt lán: 4.065.000 kr. Afhending: Í júní. 8.130.716 kr. 196.360 kr. Búseturéttur: Mánaðarlegt búsetugjald: Mögulegt lán: 5.937.000 kr. Afhending að ósk seljanda: Byrjun maí. Búseturéttur: Mánaðarlegt búsetugjald: Mögulegt lán: 5.482.000 kr. Afhending að ósk seljanda: Í apríl. Búseturéttur: Mánaðarlegt búsetugjald: Mögulegt lán: 4.689.000 kr. Afhending að ósk seljanda: Miður júní. 9.378.960 kr. 200.173 kr. 10.964.429 kr. 243.451 kr. 11.874.942 kr. 259.023 kr. NAUSTABRYGGJA 9 · 110 RVK. KEILUGRANDI 3 · 107 RVK. 66,3 96,6 2ja 3ja 104 206 ÁRSKÓGAR 5 · 109 RVK. 67,8 2ja 404 BÚSETI ER STOLTUR AÐILI AÐBIRKIHLÍÐ 2a · 221 HFJ. 103,6 4ra 202 MARÍUGATA 7 · 210 GBR. 106,5 4ra 201 Fréttablaðið íÞróttir 177. mars 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.