Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 28
Ég sagði við hann:
Heyrðu, ég get alveg
sent þér demóið sem
við erum með, en ég
vil bara að þið vitið að
við erum að skipta um
lag í dag.
„Ég er með adrenalínþynnku
þannig að heilinn í mér
virkar á hálfu „capacity“ akk-
úrat núna, þetta er alveg smá
pakki,“ segir Pálmi Ragnar
Ásgeirsson pródúser. Pálmi
Ragnar er, ásamt flytjand-
anum Diljá, höfundur sigur-
lags Söngvakeppninnar.
ninarichter@frettabladid.is
Pálmi Ragnar Ásgeirsson er öllum
hnútum kunnugur þegar kemur að
íslenska popptónlistarbransanum.
Hann er þriðjungur StopWaitGo-
hópsins og hefur unnið með Bríeti,
Glowie, Tómasi Welding, Hugin og
f leirum.
Mærir frammistöðu RÚV
Aðspurður hvað hafi komið mest á
óvart í ferlinu fram að þessu, svarar
hann því til að frammistaða RÚV
hafi staðið upp úr. „RÚV er búið
að stíga mikið upp í útfærslunni á
þessu öllu síðan ég tók þátt síðast,
fyrir átta árum síðan. Þessi keppni
er orðin allt, allt annað dæmi en
hún var þá,“ segir Pálmi Ragnar.
Hann segir að umbæturnar
nái ekki eingöngu til sýnileika
keppninnar, „heldur líka hvernig
keppendum líður, hvernig tækni-
menn bregðast við þegar maður vill
skipta sér af. Hvernig allt umfangið
um keppnina er orðið virkilega
gott. Ég verð að segja að af öllu, sem
þetta ferli inniheldur, er þetta það
sem stendur upp úr. Hvað þetta er
orðið ótrúlega f lott hjá RÚV.“
Komin skrefinu nær
Pálmi Ragnar tekur skýrt fram að
hann hafi fram að þessu ekki verið
talinn mikill aðdáandi RÚV. Því
til stuðnings má nefna að hann
gagnrýndi RÚV opinberlega í
viðtali við Vísi í ágúst 2021, þar
sem hann sagði stofnunina sitja á
peningum sem ættu með réttu að
renna til íslenskra tónlistarmanna.
Aðspurður hvort afstaða hans hafi
breyst, svarar Pálmi Ragnar:
„Hún hefur í sjálfu sér ekki
breyst. Það sem hefur breyst er í
raun hvernig RÚV útfærir þetta.
Ég má ekki tala um samningana
sem slíka, þeir eru trúnaðarmál,
en það hefur margt batnað á bak
við tjöldin í þessum málum. Það er
ekki unninn fullnaðarsigur en við
erum komin skrefinu nær,“ segir
hann.
Í viðtalinu 2021 sagðir þú að þér
þætti undarlegt að RÚV tæki helm-
ing tekna af lögunum, má skilja
þig sem svo að það sé ekki lengur
raunin?
„Ég get ekki staðfest það, nei.
Ég vil ekki tjá mig um samnings-
atriðin. En í útfærslu hefur þetta
verið lagað.“
Skiptu um lag korter í skil
Pálmi Ragnar segir að hann hafi
ekki vitað að um sigurlag væri að
ræða þegar þau Diljá sendu Lif-
andi inni í mér í Söngvakeppnina.
„Aldeilis ekki. Við höfum sagt frá
því áður að við vorum með annað
lag þangað til fimm dögum fyrir
skil. Við skiptum um lag. Þegar ég
segi skiptum um lag, þá meina ég
að við sömdum nýtt lag korter í
skil,“ segir Pálmi Ragnar glettinn.
„Sama dag og við skiptum um lag
sendi Rúnar Freyr línu á alla laga-
höfunda og sagði: Jæja, ég vil heyra
demó. Ég sagði við hann: Heyrðu,
ég get alveg sent þér demóið sem
við erum með, en ég vil bara að
þið vitið að erum að skipta um lag
í dag.“
Pálmi Ragnar segist gríðarlega
ánægður með ákvörðunina í ljósi
úrslita laugardagsins. „En á sínum
tíma var það ekki endilega alveg
augljóst.“
Hitt lagið komi líklega út
Aðspurður hvort hitt lagið sem fékk
Dáist að Dönu
International
Pálmi Ragnar er gríðarlega ánægður með frammistöðu RÚV í Söngvakeppninni og segir umgjörðina hafa stórbatnað
á þeim átta árum sem liðið hafa síðan hann tók fyrst þátt í keppninni. Fréttablaðið/Ernir
að víkja komi einhvern tímann
fyrir eyru hlustenda, svarar hann:
„Ég hugsa að það komi einhvern
tímann út, já. Í hvaða mynd sem
það verður. Ég held að það verði
ekki endilega alveg strax. Það var
ekkert að því lagi en mér fannst
það ekki alveg eiga heima í þessari
keppni.“
Pálmi Ragnar þakkar þjóðinni
fyrir mikinn meðbyr. „Fólk virðist
almennt mjög ánægt með þessi
úrslit. Næstu skref eru að skila
af okkur atriði út til Liverpool.
Tíminn er naumur þar, og enginn
tími til að anda eða ná sér niður á
jörðina,“ segir hann.
Laginu verður ekki breytt
Pálmi Ragnar fullyrðir að lagið
muni halda núverandi mynd. „Lag-
inu verður ekkert breytt. Atriðið
verður bara tekið upp á næsta level.
Það er bara það sem við leggjum
upp með.“
Hvað varðar eftirlætis lög í stóru
keppninni fyrr og síðar, svarar
pródúserinn knái: „Mér f innst
hollenska kántrílagið alltaf mjög
f lott. Ég held að það hafi fengið
annað sætið fyrir nokkrum árum.
Ég veit ekki hvort það er uppá-
haldslagið mitt í keppninni fyrr og
síðar, en það er eitt af þeim sem ég
man eftir,“ segir hann og vísar til
lagsins Calm after the storm með
The Common Linnets, sem landaði
öðru sæti á eftir hinni austurrísku
Conchitu Wurst sem sigraði með
eftirminnilegum flutningi á laginu
Rise like a Phoenix. „Svo elskaði ég
Diva með Dönu International frá
1998. Það var nú bara þegar ég var
krakki. Það er frábært lag.“ n
ninarichter@frettabladid.is
„Manni líður bara vel. Maður er að
fatta að þetta var meiri rússíbana-
reið en maður í upphafi hélt. Þetta
var rosalega mikið stuð og gaman
og við erum mjög sáttir við hvern-
ig við komumst frá þessu,“ segir
Langi Seli, öðru nafni Axel Hallkell
Jóhannesson, tónlistarmaður og
hönnuður.
Axel líst vel á vinningslagið með
Diljá. „Þetta er mjög f lott. Það er
rosalegur kraftur og hún er alveg
klikkuð söngkona. Ég er mjög
spenntur að sjá hvernig þau fara
með þetta áfram og hvað þau gera
meira í sjóinu sjálfu. Lagið er með
sitt og það er alltaf hægt að toppa.
Það verður spennandi að sjá hvert
þau ætla að fara með þetta,“ segir
hann.
Aðspurður hver helsta áskorunin
verður fyrir Diljá, svarar Axel: „Hún
þarf að mynda sér smá sérstöðu. Ef
það fer í þessa átt að það verði nokk-
ur lög í þessum stíl, þá þarf aðeins
að slíta það frá og brjóta það upp,“
segir hann.
Axel segir umfang keppninnar og
stærðina hafa komið mest á óvart.
„Athyglin og hvað er mikill áhugi
á þessu víða og úti um allt,“ segir
hann. „Það kom mér líka á óvart
hvað aldursbilið er mikið. Allur
aldur hefur áhuga á þessu. Ég upplifi
þetta sem rosalega mikla fjölskyldu-
skemmtun.“
Axel hefur að sögn alltaf horft
á keppnina. „En hún er misjöfn
keppnin, eftir því hvaða lög eru í
gangi og hvaða tíska er í gangi, hvað
höfðar til manns. En ég fylgist að
sjálfsögðu með,“ segir hann léttur
í bragði.
„Við vorum bara mjög glaðir með
að fá að máta okkur við keppnina
og að keppnin væri að máta sig við
okkur.“
Hvað varðar þátttöku Langa Sela
og skugganna að nýju í Söngva-
keppninni árið 2024, svarar hann:
„Út frá skemmtanagildi og því
hvernig við vorum að skemmta
okkur, þá myndum við alveg gera
það. En hvort við gerum það er
annað mál. En þetta var skemmti-
legt.“ n
Segir Diljá þurfa að skapa sér sérstöðu
Langi Seli og skuggarnir höfnuðu í
öðru sæti á laugardagskvöld.
Mynd/aðsEndCitroen C5 Aircross – Shine útgáfa.
SUV Plug-in-Hybrid 2021 – ekinn 20 þús. km
Verð 5.490.000
Nýr svona bíll kostar 8,1 millj. án dráttarkróks og þverboga.
Rúmgóður og notendavænn fjölskyldubíll. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða
skapa þægilegt aðgengi. Aftursætin eru öll á sleða og rúma auðveldlega þrjá bar-
nastóla. Farangursrýmið er allt að 720 lítrar, það stærsta í þessum flokki bíla og
rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs.
Langbogar og þverbogar, sumar og vetrardekk. Dráttarkrókur.
Dökklitaðar rúður aftan. Starthnappur. Rafdrifinn afturhleri.Tölvustýrð miðstöð.
Álfelgur 18”. ESP stöðugleikastýrikerfi. Rafdrifið ökumannssæti.
Dagljósabúnaður. Fjarlægðarskynjari framan og aftan, og fleira og fleira . . .
Fosshálsi 27 - 110 Reykjavík - Sími 577 4747 - Hofdabilar.is - hofdabilar@hofdabilar.is
Hybrid á
súperverði!
24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARS 2023
ÞRiðJUDAGUR