Fréttablaðið - 07.03.2023, Side 18

Fréttablaðið - 07.03.2023, Side 18
Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Íslandsmeistaramótið í skeggvexti fer fram í fyrsta sinn þann 25. mars næst- komandi. Jón Baldur býst við mikilli skeggfegurð enda segir hann Íslendinga þekkta fyrir einkar myndar- legan skeggvöxt. Jón Baldur Bogason hjá Skegg­ fjelagi Reykjavíkur sér um keppnina en sjálfur skartar hann myndarlegu alskeggi sem hefur farið sigurför um heiminn. „Ég tek ekki þátt sjálfur að þessu sinni enda hafa margir sagt að þeir myndu ekki vilja keppa á móti mér og skegginu mínu. Ég ætla því að vera þarna á staðnum, líta út fyrir að vera mikilvægur og sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig,“ segir hann og hlær. Keppt er í fjórum flokkum: Yfir­ varaskeggi, hálfskeggi, fullu skeggi og skeggi með frjálsri aðferð/gervi­ skeggi. „Þetta er allt eftir alþjóð­ legri flokkun en sumum flokkum þurfti að þjappa saman þar sem við erum ekkert sérstaklega mörg hér á landi. Í sambærilegum keppnum erlendis er fullskegg flokkað aftur niður eftir lengd og hvort menn séu með krullað yfir­ varaskegg eða ekki. Í hálfskegginu er munur á því hvort um sé að ræða barta eða geitaskegg. Svo ákváðum við að sleppa freestyle­flokknum þar sem menn búa til alls konar listaverk úr skegginu. Það þótti betra að byrja smátt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Baldur. Yfirvaraskegg og mullet Árið 2020 átti að halda þetta fyrsta keppnismót í skeggvexti. „Tuttugu höfðu þá skráð sig, nokkuð jafnt í alla flokka og mikil eftirvænting í loftinu. En þetta var á planinu fimm mínútur í faraldur og því þurfti að hætta við keppnina. Nú hafa ellefu skráð sig á Íslandsmeistaramótið og er von á að fleiri skrái sig þegar nær dregur. Mest finnst mér skrítið að það vantar fólk í f lokkinn yfirvara­ skegg, en líklega er fólk bara enn að láta sér það vaxa. Ég hef fulla trú á að þetta verði fjölbreytt og skemmtileg keppni með nóg af flottu skeggi,“ segir Jón sem býst við mikilli skeggfegurð þann 25. mars. Fullt skegg, undir fjórum tommum og krullað yfirskegg Jón plataði systur sína, Maríu Erlu Bogadóttur, til að keppa með sér í skeggkeppni í Rugby í Bretlandi 2022 og enduðu þau bæði í fyrsta sæti í sínum flokki. Mynd/aðsend Jón og félag- arnir skeggræða málin eftir keppni í Ant- werpen 2019. Mynd/aðsend „Við Íslendingar erum þekktir fyrir að vera með mikið skegg og núna finnst mér skeggið vera að koma til baka eftir faraldurinn. Margir rökuðu það af þegar þurfti að ganga með grímurnar, enda kom alltaf óþolandi far í skeggið eftir þær. Sjálfur rakaði ég mig en hélt yfirvaraskegginu. En núna finnst mér þetta vera að koma aftur og ég sé marga með yfirvaraskegg og flott mullet í stíl. Ætli það sé þó ekki heimspekileg spurning hvort komi á undan, klippingin eða yfirvara­ skeggið?“ spyr Jón og skellir upp úr. Skeggið skapar manninn Dómararnir að þessu sinni eru þau Birgir Már Sigurðsson, einn eigandi Þoran distillery, Katla Einars förðunarfræðingur og Árni Eiríkur Bergsteinsson, hárgreiðslu­ meistari hjá Hárbeitt. Þegar kemur að keppnisvænu skeggi þá skiptir margt máli. „Það skiptir máli hvernig þú hirðir skeggið og mótar það en líka hvernig það fer þér. Það fer ekki öllum að vera með yfirvaraskegg en kannski líta menn betur út með heilt skegg. Maður verður að finna sitt. Heildarútlitið skiptir líka máli í svona keppni. Fólk verður að hugsa út í hárið og klæðaburðinn líka og maður hefur jafnvel séð marga í erlendum keppnum með bera bringu.“ En skegg með frjálsri aðferð. Hvað er það? „Þessi flokkur er fyrir þau sem geta ekki látið sér vaxa myndarlegt skegg, aðallega konur. Hér fá menn frjálsar hendur um hvernig skeggið eigi að vera. Ég hef séð ýmislegt skemmtilegt í þessum flokki og má meðal annars nefna prjónað skegg, ferðatöskuskegg, blómaskegg og margt fleira. Ég sá eitt sinn eina nota mótorhjólavarahluti til að sníða sér skegg og það kom reykur úr því.“ Var alla vega ekki neðstur Jón Baldur er 36 ára og er einn af þeim sem hafa eiginlega alltaf látið sér vaxa skegg síðan hann gat það. „Þetta byrjaði í kringum árið 2013. Ég var að horfa á fréttirnar og á meðan textinn rúllaði eftir á var sýnt frá heimsmeistaramótinu í skeggvexti í Austurríki eða Þýska­ landi. Þar sá ég geggjuð skegg og hugsaði með mér að ef þeir gætu þetta þá gæti ég það líka. Þá byrjaði ég að safna yfirvaraskeggi. Þó svo ekki hafi verið haldin keppni í skeggvexti á Íslandi fyrr en nú þá var haldin keppni í yfir­ varaskeggi á Tívolí í gamla daga, sem var kölluð Tom Selleck mottu­ keppnin. Ég náði sjálfur að taka þátt í henni 2015 og var það fyrsta slíka keppnin sem ég tók þátt í,“ segir Jón. Eftir það var ekki aftur snúið. „Tveimur árum síðar tók ég þátt í heimsmeistaramótinu í skegg­ vexti í Austin í Texas.“ Aðspurður í hvaða sæti hann hafi lent þá hlær hann dátt og segir hálfvandræða­ legur: „Við skulum segja að ég hafi verið með. Ég held ég hafi verið í 22. eða 25. sæti af 33. Ég var alla vega ekki neðstur,“ segir hann og heldur áfram: „Það eru náttúru­ lega bara þeir allra bestu sem fara á heimsmeistaramótin og þarna var fullt af f lottum skeggjum. Árið 2019 tók ég þátt í keppni í Glasgow og lenti í fyrsta sæti í mínum flokki sem er fullt skegg, undir fjórum tommum og krullað yfirskegg. Sama ár lenti ég í fimmta sæti í sama flokki á heimsmeistara­ mótinu í Antwerpen í Belgíu. Í sumar fer ég svo á heimsmeistara­ mótið í Münchhausen og stefni á að vera í topp þremur í mínum flokki.“ Algerlega þess virði Núna er orðið ansi langt síðan Jón var nauðrakaður í framan. „Síðast rakaði ég mig fyrri part árs 2014 en alla tíð síðan hef ég verið skeggjaður,“ segir Jón. Hann segir það ekki einfalt að sjá um andlits­ hárin. „Þetta er náttúrulega allt of mikil vinna og miklu meiri en hárið. Ef hárið er ekki nógu gott þá setur maður bara húfu á hausinn. Ég sneiði líka hjá ákveðnum matartegundum vegna skeggsins, helst ísnum og svínarifjum, já og kjúklingavængjum. Þá getur skeggið verið mikið fyrir, sérstak­ lega ef maður er að færa það til með puttana útataða í sósu, en þetta er algerlega þess virði,“ segir hann. „Það skemmtilegasta við þessar keppnir er að þær snúast alltaf um gott málefni. Ég hef kynnst fjöldanum öllum af skemmtilegu fólki í gegnum þetta áhugamál. Það er mikið til sama fólkið sem tekur reglulega þátt. Þetta eru þó alls konar týpur sem eiga það sameigin­ legt að vera miklar félagsverur og finnst gaman að hittast og drekka bjór. Svo passa allir að vera með gott rör með sér,“ segir Jón og hlær. Fimmta fallegasta alskeggið Keppnin fer fram á Gauknum 25. mars og öllum er velkomið að taka þátt. Gjald fyrir þátttakendur og áhorfendur er 1.500 krónur. Aldurs­ takmark inn á staðinn er þó 20 ára. Allur ágóði af keppniskvöldinu rennur til Krabbameinsfélagsins og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba­ mein og aðstandendur. Skráning fer fram á beard.is. Aðspurður hvað taki við hjá sigurvegurunum í keppninni þann 25. mars segir Jón Baldur: „Þetta snýst náttúrulega aðallega um góð­ gerðarmálin og að geta montað sig af því að vera með flottasta skeggið. Sjálfur get ég montað mig af því að ég sé með fimmta fallegasta alskeggið í heiminum sem er undir fjórum tommum með krulluðu yfirskeggi. En það er nóg af plássi að skella sér með mér til Münch­ hausen og taka þátt í heimsmeist­ aramótinu í sumar,“ segir Jón. n Jón Baldur segist spenntur fyrir fyrstu alvöru skegg- vaxtarkeppn- inni á Íslandi. fréttablaðið/ ernir 4 kynningarblað A L LT 7. mars 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.