Fréttablaðið - 07.03.2023, Side 1

Fréttablaðið - 07.03.2023, Side 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2023 Feðgarnir Gísli Ásgeirsson og Óskar Hængur Gíslason eru báðir með ólæknandi veiðidellu og miklir náttúruunnendur. MYND/AÐSEND Litirnir falla inn í umhverfið og náttúran fær að njóta sín Veiðihúsið Fossgerði við Selá á Norðausturlandi er eitt fegursta veiðihús landsins. Gerðar hafa verið gagngerar endurbætur á húsinu innanhúss, það stækkað og klárað að fullu á metnaðargjarnan og vandaðan hátt í anda umhverfisins og af virðingu fyrir náttúrunni. 2 Bleikjan er feitur fiskur og er auðug af D-vítamíni og fitusýrum. gummih@frettabladid.is Það efast enginn um að fiskur er holl matvara og fólk ætti helst að vera með fiskmeti í matinn tvisvar til þrisvar sinnum í viku sem aðalrétt. Það er mikið af próteini í fiski og ýmis önnur næringarefni má finna í honum, ekki síst joð en joðskortur er eitt stærsta lýðheilsu- vandamál landsins. Feitur fiskur er auðugur af D- vítamíni og ómega-3 fitusýrum en þessi næringarefni eru í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að regluleg neysla á feitum fiski getur dregið úr líkum á hjarta- og æða- sjúkdómum. Æskilegt er að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur og það getur verið lax, bleikja, lúða eða makríll. Fiskur er ekki einungis hollur heldur er hann líka fljótlegur í matreiðslu. Nokkur hollráð um fiskneyslu n Prófa mismunandi aðferðir við að matreiða fiskinn. Hægt er að sjóða, gufusjóða, steikja eða grilla fisk eða baka í ofni með grænmeti og kryddjurtum. n Nota hvert tækifæri til að fá sér fisk, til dæmis í mötuneytinu á vinnustaðnum eða þegar farið er út að borða. n Nota fisk eða skelfisk sem álegg á brauð, í salöt, súpur og smá- rétti. n Nota afganga af fiskréttum í salöt, plokkfisk eða sem tor- tillufyllingu. n Er hollur og fljótlegur að elda   Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 20 4 6 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | LíFið | | 24 tímamót | | 18 íþróttir | | 20 Helgi Þorgils fagnar stórafmæli Klikkuð söngkona segir Langi Seli Þ R I ð J U D A g U R 7 . m A R S| Lofthæð hellisins, þrír til sex metrar, vekur sérstaka athygli. Langur og djúpur hellir undir Jarðböðunum í Mývatnssveit uppgötvast fyrir tilviljun. Rannsóknarleiðangur verður farinn á næstu dögum. bth@frettabladid.is NáttúRA Stórmerkur hellir, sem heimamenn líkja við náttúruundur, fannst fyrir tveimur vikum við jarð- vegsframkvæmdir vegna nýbygg- ingar Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Hellisopið er nálægt núverandi útiklefum baðanna. Há lofthæð hellisins, þrír til sex metrar, vekur sérstaka athygli. Starfsmenn Jarðbaðanna hafa forskoðað hellinn. Er áætlað að hellirinn sé um 12 metra djúpur frá opi. Hann opnast til vesturs allt að 100 metra og teygir sig tugi metra til austurs. Allt önnur jarðlög virðast undir böðunum en áætlað hafði verið og hafa Jarðböðin tilkynnt hellafundinn til Umhverfisstofn- unar. Er stefnt að rannsóknarleiðangri í næstu viku. Segir Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna, að um sé að ræða mjög merkan fund. Undir það tekur Jóhann Friðrik Kristjánsson verkfræðingur, sem hefur fengið umboð landeigenda til að slást í för með vísindamönn- unum. „Þetta er æsispennandi,“ segir Jóhann. Ótrúlegar tilviljanir leiddu til þess að hellirinn fannst. sjá síðu 10 Nýtt náttúruundur fundið Staðsetning hellisins þykir með miklum ólíkindum en hann fannst fyrir tveimur vikum. mynd/aðsend ER Á REYKJAVÍKURVEGIÍ HAFNARFIRÐI LÆGSTA VERÐIÐ Í F FIRÐI E E I I Hetjan í Lyngby ORKUmáL Nær tveir þriðju hlutar aðspurðra í könnun Gallup eru fylgjandi frekari virkjanafram- kvæmdum hér á landi. Aðeins fimmtungur er andvígur frekari virkjanaframkvæmdum. Þrír af hverjum fjórum telja að virkjanir Landsvirkjunar hafi haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Þetta hlutfall er enn hærra þegar fólk í nærsamfélagi virkjana er spurt, en algengt er að yfir 80 pró- sent heimafólks telji áhrif virkjana jákvæð. Þá telja nær níu af hverjum tíu Landsvirkjun skapa mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Ársfundur Landsvirkjunar er í dag og þar verða niðurstöður könn- unarinnar kynntar nánar. sjá síðu 6 Ánægja með Landsvirkjun Aðeins fimmtungur er andvígur frekari virkjunum. DÓmSmáL Sakborningarnir fjórir í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa aðild að málinu en segjast hins vegar aðeins vera peð í stóra sam- henginu. Einn sakborninganna sagði í skýrslutöku við héraðsdóm að enginn mikilvægur maður hefði verið dreginn fyrir rétt í málinu. Fjórmenningarnir eru sakaðir um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni og um peningaþvætti upp á tæplega 63 milljónir króna. Allir fjórir segja sinn þátt í málinu óveru- legan og segjast ekki hafa gert sér grein fyrir umfangi eiturlyfjasmygls- ins. Lögreglan telur innflutninginn hafa verið þaulskipulagðan og að hver hinna ákærðu fyrir sig hafi haft sitt hlutverk. Vitnaleiðslum fyrir héraðsdómi lauk í gær og þar með var fjölmiðla- banni á umfjöllun úr réttarsalnum jafnframt aflétt. Munnlegur mál- flutningur fer fram á miðvikudaginn næstkomandi og dómsuppkvaðn- ingar er að vænta innan fjögurra vikna frá þeim degi. sjá síðu 8 Segjast peð í stóra kókaínmálinu Orðið betra að keppa í Eurovision LíFið | | 24

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.