Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Kristbjargar Þórisdóttur Í Spámanninum eftir Kahlil Gibran er fjallað um sorgina. Þar er ritað að sorg og gleði séu systur. Báðum systrunum kynnumst við á lífs- leiðinni en mismikið og á ólíkum tímapunktum. Sorgin er föru- nautur lífsins. Hún er samofin öllu okkar lífsferli. Sjálf kynntist ég sorg snemma á lífsleiðinni. Þar sem ég er miðaldra horfi ég líka stundum á Gísla Martein. Í síðasta þætti var meðal annars fjallað um áföll og sorg í tengslum við sálgæslunám Eddu Björgvins- dóttur leikkonu. Þar kom meðal annars fram sá mikilvægi punktur að við lærum líklega of lítið um sorgina og hvernig við eigum að bregðast við þegar hún bankar upp á. Því þurfum við að breyta. Sem sálfræðingur hitti ég oft fólk sem er að takast á við sorg. Sorgin sem slík þarfnast ekki klínískrar meðferðar. Hún er eðlileg viðbrögð við þeim missi sem hefur orðið. Þegar fólk upplifir sorg er gott að veita fræðslu, hlýju og stuðning. Stundum kemur sorgin vegna áfalls. Það er flókin flétta því áfallið getur komið í veg fyrir að sorgin fái að hafa sinn eðlilega gang. Í slíkum tilfellum getur fólk þurft klíníska meðferð sálfræðings. Ég gæti skrifað heila bókaröð um skortinn á aðgengi að slíkum meðferðum. Það sem mig langar hins vegar að koma inn á hér er mikilvægi þess að við sem sam- félag komum okkur upp teymi og skýrum verkferlum sem tryggja stuðning og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem verður fyrir því áfalli að missa barn. Það er óásættan- legt að fólk sem verður fyrir slíkri lífsreynslu fái tilviljanakennda þjónustu í okkar ófullkomna geð- heilbrigðiskerfi. n Sorg Kynntu þér dreifingu Fréttablaðsins Skannaðu kóðann í snjalltækinu þínu Nánari upplýsingar www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing Veldu páskaegg frá Nóa sem passar þér! Páskaeggin frá Nóa Síríus eru tilbúin. Það eru spennandi nýjungar í boði og egg sem hæfa öllum. Þau eru nefnilega allskonar, sæt stökk, smá og stór en fyrst og fremst ómótstæðileg. Skoðaðu úrvalið, veldu og njóttu! N Ó I S Í R Í U S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.