Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 19
Börn bera enga ábyrgð á stöðu sinni, þau fæðast inn í aðstæður sem þau ráða engu um. Kraftur Neytenda- sam- takanna hefur í hartnær 70 ár spornað gegn yfir- burða- stöðu valdhafa, sérhags- munahópa og fyrir- tækja. „Neyslan er lokatakmark allrar framleiðslu,“ sagði Sveinn Ásgeirs- son í útvarpserindi sínu þann 21. október 1952, fyrir rúmum 70 árum, erindi sem átti eftir að leggja grunn- inn að stofnun Neytendasamtak- anna hálfu ári síðar. Í erindinu vakti Sveinn, sem varð fyrsti formaður samtakanna, athygli á því alvarlega jafnvægisleysi milli framleiðenda annars vegar, sem eru fáir og sterkir, og neytenda hins vegar, sem eru fjöl- margir og dreifðir. Neytendasamtökin hafa barist fyrir hagsmunum neytenda í hart- nær 70 ár og oft haft erindi sem erf- iði. Á fyrsta starfsárinu, 1953, kom upp svokallað „Hvile vask mál“, en Hvile vask var þvottaefni sem sagt var mun betra en önnur. Samtökin mótmæltu þeim staðhæfingum og höfðaði innflytjandinn mál gegn samtökunum í kjölfarið. Neyt- endasamtökin töpuðu málinu í undirrétti, en unnu fyrir Hæsta- rétti. Þvottaefnið hvarf fljótlega af markaði í kjölfarið. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina bent á ýmislegt sem betur mætti fara í landbúnaðarkerfinu, svo sem ofurtolla og innflutnings- bann. Einhver muna vísast eftir stóra kartöflumálinu, hvar Neyt- endasamtökin börðust árum saman gegn ríkisrekinni einokunarverslun sem seldi óætar kartöflur og flokk- aði jafnvel sem fyrsta flokks. Stein- inn tók úr árið 1984 þegar sýktar og óætar kartöflur voru fluttar inn. Á einungis þremur dögum skrifuðu 20 þúsund manns nöfn sín á undir- skriftalista og kröfðust þess að inn- flutningur á kartöflum og grænmeti yrði gefinn frjáls. Í framhaldinu var svo einokun á innflutningi lögð af og Grænmetisverslun landbúnaðarins lögð niður. Um svipað leyti komst upp um að framleiðendur hentu tómötum í stórum stíl á haugana til að halda uppi verði. Neytendasamtökin mót- mæltu harðlega og lögðu áherslu á að verð yrði frekar lækkað og þann- ig hvatt til aukinnar neyslu. Fram- leiðendur féllust á að reyna þetta og jókst salan mikið í kjölfarið, til góða fyrir alla. Upp komst um áralangt sam- ráð olíufélaganna í lok árs 2001. Höfðuðu Neytendasamtökin próf- mál vegna tjóns sem samráðið olli og vannst það fyrir báðum dóm- stigum. Í kjölfar þessa var svo gert samkomulag við olíufélögin um að þau myndu með sama hætti bæta öðrum sem orðið höfðu fyrir tjóni og lagt fram kvittanir til Neytenda- samtakanna. Árið 2016 átti að hefja gjaldtöku fyrir notkun á rafrænum skil- ríkjum, sem hafði verið notendum að kostnaðarlausu. Það var ekki síst fyrir baráttu Neytendasamtakanna að algerlega var hætt við þær hug- myndir. Meðal stærstu verkefna samtak- anna um þessar mundir má nefna Vaxtamálið, en árið 2019 sendu samtökin fyrirspurnir til bank- anna um vaxtaákvarðanir lána með breytilegum vöxtum. Svörin þóttu ófullnægjandi og báru með sér að vaxtaákvæði lánasamninga og vaxtaákvarðanir gengju bein- línis í berhögg við lög. Í framhald- inu ákváðu samtökin að stefna bönkunum og skráðu um 2.000 lántakar sig til leiks. Bönkunum þremur voru birtar samtals sex stefnur í desem ber 2021 og málin tekin fyrir í héraðsdómi á vormán- uðum 2021 þar sem óskað var ráð- gefandi álits EFTA-dómstólsins á túlkun lagaákvæða, enda byggja þau á Evróputilskipun. Málf lutn- ingur fyrir dómstólnum fer fram 23. mars næstkomandi. Þegar álit dómsins liggur fyrir halda málin áfram sinn gang í dómskerfinu hér og líklega þurfa málin að fara fyrir Hæstarétt til að fá endanlega niður- stöðu í þeim. Hægt er að fylgjast með framgangi málsins og fá nánari upplýsingar á www.vaxtamalid.is Neytendasamtökin láta sig staf- ræna neytendavernd varða og eitt stórverkefna samtakanna, í alþjóð- legu samstarfi, er baráttan gegn njósnahagkerfinu. Gífurlegu magni upplýsinga er safnað um okkur, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar; um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu, stjórnmálaskoðanir og svo má lengi telja. Létu Neyt- endasamtökin gera myndband til að vekja athygli á umfangi njósn- anna. Það, ásamt upplýsingum um hvað er til ráða, má finna á www. ns.is/kettir. Í útvarpserindinu sem minnst var á í upphaf i rekur Sveinn Ásgeirsson, aðalhvatamaður og fyrsti formaður Neytendasam- takanna, helsta vanda sem neyt- endur þess tíma stóðu frammi fyrir og lýkur síðan máli sínu á eftirfarandi: „Hið eina sem dugar eru máttug neytendasamtök, borin uppi af þeim, sem verst eru leikin af ríkjandi viðskiptaháttum, og fylgja kröfum sínum um gagnkvæmt tillit fast eftir, – eins fast og þörf gerist.“ Kraftur Neytendasamtakanna hefur í hartnær 70 ár spornað gegn yfirburðastöðu valdhafa, sérhags- munahópa og fyrirtækja. Neyt- endasamtökin eru frjáls félaga- samtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Því f leiri félagsmenn, þeim mun öf lugri Neytendasam- tök. Láttu þig varða, vertu með. n Samtök sem breyta samfélagi Breki Karlsson formaður Neyt- endasamtakanna Flestir þekkja þessi f leygu orð Martin Luther King úr ræðu sem hann hélt árið 1963. Draumur hans var sá að þjóð hans myndi átta sig á því einn dag að allir væru skapaðir jafnir. Hann barðist fyrir réttlæti, fyrir mannréttindum svartra og gegn fátækt. Hann átti draum sem ekki hefur enn ræst. Lítil börn á Íslandi eiga sér líka drauma. Þau eiga sér f lest drauma um gott líf, falleg gull, ævintýri og kærleika. Sem betur fer rætast draumar margra ef ekki f lestra. Sum börn hafa þó enga mögu- leika á að láta drauma sína rætast og þora jafnvel ekki að eiga sér drauma. Þetta eru ekki síst börnin sem alast upp við fátækt. Það eru um 10.000 börn á Íslandi eða 13,1% íslenskra barna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barna- heilla – Save the Children, TRYGGJ- UM FRAMTÍÐ BARNA: Hvernig Covid 19, aukin framfærslubyrði og loftslagsbreytingar hafa áhrif á börn sem alast upp í fátækt og hvað ríkisstjórnir í Evrópu þurfa að gera. Þar kemur einnig fram að árið 2021 áttu tæplega eitt af hverjum f jórum íslenskum heimilum á Íslandi í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Rúmlega helm- ingur þeirra heimila voru heimili einstæðra foreldra og 16,1% heimil- anna voru heimili tveggja eða f leiri fullorðinna og barna. Meiri líkur eru að börn sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8% þeirra. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhús- næði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2% þeirra búa við skort. Vís- bendingar eru um að fátækt meðal barna á Íslandi sé frekar að aukast þar sem 12,7% barna áttu á hættu að búa við fátækt og félagslega ein- angrun árið á undan. Börn bera enga ábyrgð á stöðu sinni, þau fæðast inn í aðstæður sem þau ráða engu um. Á Íslandi er framfærslubyrði barnafjölskyldna mun meiri en annarra fjölskyldna og stuðningur til að jafna stöðu barna ekki nægur. Börn sem búa hjá einstæðu foreldri eða í barn- mörgum fjölskyldum eru sam- kvæmt skýrslunni í mestri hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Upprætum barnafátækt með hraði. Við getum það og eigum að gera það, því öll börn eiga rétt á að eiga drauma sem geta ræst. n Ég á mér draum Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri inn- lendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi  FrÉttablaðið skoðun 157. marS 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.