Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 22
 Þá er maður loksins kominn á fasta launaskrá og hættir að greiða í lífeyrissjóð. Merkisatburðir | Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Karítas Ásmundsdóttir Háaleitisbraut 38, andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þriðjudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 13. mars kl. 13. Starfsfólk Sóltúns fær hjartans þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Jónína Helga Jónsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Svanhildur Jónsdóttir Jóhann Jónsson Helena Jónsdóttir Páll Ríkarðsson Ásmundur Ísak Jónsson Guðrún Björg Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Sigríður Snæbjörnsdóttir Mörkinni, Suðurlandsbraut 70a, 108 Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 3. mars. Útför auglýst síðar. Kristján Birgir Kristjánsson Rúrik L. Birgisson Guðríður Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Birgir Brynjarsson varð bráðkvaddur 1. mars sl. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Brynjar Viggósson Svanlaug Aðalsteinsdóttir Brynja, Hildur og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Borghildur Skúladóttir sem lést á Landspítalanum þann 23. febrúar sl. verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þann 9. mars nk. kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Taugalækningadeildar B2 á LSH fyrir auðsýnda hlýju og góða umönnun. Skúli Róbert Þórarinsson Hrafnhildur Jónsdóttir Þórarinn Þórarinsson Hallfríður Þórarinsdóttir Þórunn Þórarinsdóttir Unnur María Þórarinsdóttir ömmu- og langömmubörn Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Helgi er með sýningar á Ítalíu, í Belgíu og Danmörku á döfinni. Fréttablaðið/ Ernir Gallerí Gangur er víðförult sýningarrými. Fréttablaðið/StEFán Myndlistarmaðurinn Helgi Þor­ gils Friðjónsson fagnar sjötugs­ afmælinu með rólegra móti. arnartomas@frettabladid.is „Ég er þá loksins orðinn löggilt gamal­ menni,“ segir listamaðurinn Helgi Þor­ gils Friðjónsson sem fagnar sjötugs­ afmæli í dag. „Þá er maður loksins kominn á fasta launaskrá og hættir að greiða í lífeyrissjóð.“ Stórafmælið verður með rólegu móti en afmælisbarnið býst við að fá nokkra gesti í kaffi, rauðvín og osta til að fagna tímamótunum. Það er þó nóg í gangi hjá Helga sem er með nokkrar utanlands­ ferðir vegna sýninga á dagskrá. „Það eru þrír hlutir að skella á allt í einu núna innan mánaðar og ég er að fara að sýna í Belgíu, á Ítalíu og í Dan­ mörku,“ segir hann. „Ég er að mála og vinna fyrir það og þarf að semja ein­ hverja texta. Þetta er kannski ekki óvenjulegt en samt sem áður talsvert eftir rólegheitin á Covid­tímanum.“ Helgi stofnaði sýningarrými sitt, Gall­ erí Ganginn, árið 1979 og var fyrsta sýn­ ingin opnuð í janúar 1980. Hann segist nokkuð öruggur um að Gangurinn sé elsta einkarekna gallerí landsins. Gang­ urinn gallerí hefur alltaf verið rekið á heimili Helga og hefur fylgt honum frá einu heimili á annað í gegnum árin og er nú staðsett á heimili hans í Brautarholti. „Þetta var auðvitað stofnað með hug­ myndina um að það yrði ekki mikill kostnaður af starfseminni,“ segir hann. „Stofa og gangur eru yfirleitt samliggj­ andi svo þetta hefur alltaf verið það svæði sem hefur tilheyrt Ganginum. Gangurinn var meira að segja með útibú á Hofsósi í eitt ár á meðan við fjöl­ skyldan bjuggum þar.“ Árið 2020 var haldið upp á 40 ára afmæli Gangsins með sýningu á verkum hluta þeirra erlendu listamanna sem sýnt hafa í Ganginum frá upphafi. Að 40 ára afmælisárinu loknu gáfu Helgi og eiginkona hans Rakel Listasafni Íslands öll 117 listaverk 40 ára afmælis­ sýningarinnar og var sýningin opnuð í safninu í febrúar síðastliðnum og mun standa opin til 4. júní. Hvað er í Gangi? „Það verður jafnspennandi,“ svarar Helgi aðspurður hvað standi til að gera í Gang­ inum næstu fjörutíu árin. „Nú eru list­ hjónin Sirra og Erling Klingenberg með sýningu, svo tekur hinn skoski Alan Johnston við og þar á eftir Thom Puckey og í framhaldi Fabrice Hyber, sem er einn af þekktustu listamönnum Frakk­ lands í dag. Sýningardagskrá Gangsins er skipulögð langt fram í tímann.“ Helgi sinnir myndlistinni alla daga en önnur verkefni rúmast þó einnig innan dagsins. „Við erum að koma okkur upp svolitlu sumarafdrepi nálægt Borgarnesi, í landi föður Rakelar, eiginkonu minnar,“ segir hann. „Fjölskylda hennar á líka ættar­ setur og mikla jörð að Núpi í Dýrafirði og við dveljum í viku á hverju sumri þar. Að öðru leyti stunda ég lestur, skriftir, gönguferðir, sund og annað í svipuðum dúr, bara eitthvað rólegt og ekkert merkilegt í sjálfu sér.“ Flekkótt gjöf Helgi segist líka heimsækja æskuslóðirn­ ar í Búðardal en hann ólst upp þar og á Höskuldsstöðum í Laxárdal. Þegar hann er beðinn um að rifja upp afmælisminn­ ingar úr sveitinni segir hann að ekkert stökkvi til hugar í f ljótu bragði en að ein jólagjöf hafi þó verið eftirminnilegri en aðrar gjafir sem hann hefur fengið. „Jens sonur Höskuldsstaðahjónanna sendi mér bréf á jólunum þar sem hann lýsti á tveimur, þremur A4­blaðsíðum einhvers konar kvikindi sem ég þurfti að giska á hvað skyldi vera,“ rifjar hann upp. „Þegar ég kom upp eftir til hans var það svo f lekkótt kind sem ég fékk að eiga. Það hlýtur að vera skemmtilegasta gjöfin sem ég fékk í æsku.“ n Löggilt gamalmenni 1876 Alexander Graham Bell fær einkaleyfi á símanum. 1912 Roald Amundsen tilkynnir að leiðangur hans hafi komist á suðurpólinn 14. desember 1911. 1930 Útvegsbanki Íslands er formlega stofnaður. 1944 Fjórir farast en 39 komast af er þrjú erlend skip stranda á söndum Vestur-Skaftafellssýslu. 1975 Mannbjörg verður er flutningaskipið Hvassafell strandar á Skjálfanda. 1981 Sjónvarpið efnir til söngvakeppni í fyrsta sinn. Lagið Af litlum neista sigrar. 1985 Lagið „We are the World“ kemur út um allan heim. 1996 Tímaritið Séð og heyrt hefur göngu sína. 18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞRIÐJUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.