Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 11
Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, kynnti á sunnudag nýja bók sína í Air Force One-skálanum í bókasafninu sem kennt er við Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. DeSantis þykir líklegur til að gefa kost á sér sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Fréttablaðið/Getty Hátíð húðflúra á andlega sviðinu fór fram í Nakhon Pathom í Taílandi. Þangað mætti áhugafólk til að fá hið helga húðflúr Sak Yant og vera viðstatt trúarathafnir búddamunka. Sumir féllu í trans og hermdu eftir dýrum sem flúruð höfðu verið á húð þeirra. Ungir loftslagsaðgerðasinnar létu til sín taka í Róm á Ítalíu. Var aðgerð þeirra hluti af hinu alþjóð- lega skólaverkfalli fyrir loftslagið sem fram fer á föstudögum. Herkúlesflugvél svífur um loftin með miklu sjónarspili á alþjóðlegri flug- sýningu í Avalon í Ástralíu. Sögðu skipuleggjendur mikla fjölgun í hópi þátttak- enda frá síðustu sýningu sem haldin var árið 2019. Sýningin nú er haldin á tímum vaxandi hernaðarlegrar spennu í Asíu og Kyrrahafinu. Úkraínumenn úr tíunda fjalla- herfylkinu hlífa eyrunum er þeir skjóta af 122 millimetra fallbyssu í átt að hersveitum Rússa í Don- etsk- héraðinu í austurhluta landsins. ástand heimsins | Fréttablaðið fréttir 117. mars 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.