Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 5

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 5
frambúðar. Og þótt svo kunni að fara, sem sumir eru ekki vonlausir um, að þorskurinn eigi eftir að ná sér aftur á strik, getur þess enn orðið nokkuð að bíða. Satt að segja þykir sumum það undarlegt, að þegar búið er að bcegja svo til öllum erlendum veiðiskipum út fyrir 200 mílna landhelgi, skuli afli ekki hafa aukizt hér, enda þótt íslenzkum skipum hafifjölgað meira en ceskilegt hefði verið að margra dómi. Gceti ekki hugsazt, að svipuðu máli gegni um þorskinn eins og laxinn, að ekki sé allt enn fullrannsakað um háttu hans í hafinu? Margt bendir til þess, að síldarstofninn hér fyrir austan og sunnan sé mikið að ná sér, og hver veit nema Norðurlandssíldin eigi eftir að koma aftur einn góðan veðurdag? Fn víkjum nú aftur að laxánum og háttum laxins. Engar uppörvandi fréttir berast enn um veiðina, og skiljanlega verður mönnum tíðrcett um þetta laxleysi um allt land. Eins og að líkum lcetur koma framýmsar hugmyndir um orsakirnar, eins og að framan getur. Nú eru sumir t. d. farnir að tala um, að seiðasleppingarnar muni ekki bera þann árangur, sem áður var talið. Eigi að síður eru dcemi þess, sem varla verður á móti mcelt með rökum, að þcer hafa komið að gagni t. d. í Elliðaánum. Nýlega var talað í útvarpinu við menn austur í Vopnafirði, og létu þeir illa yfir ástandinu í ánum þar. Sögðu þeir, að miklu af seiðum hefði verið sleppt í þcer, en endurheimtur litlar sem engar. Einn þeirra vildi kenna þar um veiðum Fcereyinga. Sú trú mun vera býsna lífseig á þeim slóðum. Einnig mun sú skoðun vera að ryðja sér til rúms, bceði hér og sumstaðar erlendis, að varhugavert sé að blanda saman fiskstofnum í klaki, heldur skuli stofni úr hverri á haldið hreinum, eins og náttúran sjálf hafi gert frá upphafi vega, og klaki úr hem i skilað aftur í hana án nokkurra kynbótatilrauna með hrognum úr öðrum stofnum. Þá er og talið, að slepping seiða í árósa geti reynzt hcettuleg og valdið truflun á ratvísi laxins, þegar hann vill halda heim úr sjó til þess að hrygna. Gceti það ef til vill verið skýring á því, sem ótrúlegt þykir, en mun þó talið rétt, að lax sé farinn að hrygna í sjónum við Færeyjar. En geri hann það þar, er ótrúlegt, að sama eigi sér ekki stað víðar, þótt þeir staðir hafi enn ekki fundizt. Hvers vegna skyldi þessi ráðvillti lax aðeins hópast til Fcereyja? Vitað er, að hrognin eiga enga lífsmöguleika i sjónum, og það er andstcett eðli laxins að hrygna þar. Skýringin hlýtur því að vera sú, að hann hafi hvergi getað fundið á til aí ganga í, en þar að kemur, að hann þarj að losa sig við hrognin, og þá er eina leiðin að láta þau fara í hafið og tortímast þar. Reynslan hefur sannað, að oft hefur illa farið, þegar maðurinn hefur tekið fram fyrir hendurnar á náttúrunni og brotið lögmál hennar. Dcemi um það blasa við augum manna víða, þar sem þeim hefur hefnzt grimmilega fyrir slík mistök, og sumstaðar svo komið, að erfitt er að bceta skaðann, þótt reynt sé með öllum tiltcekum ráðum. Og stundum vilja menn ekki snúa við, ef stundarhagnaðar er von, þótt endirinn sé öllum augljós, ef áfram er haldið á sömu braut. Hér er ekki verið að sneiða að þeim, sem staðið hafa að ýmsum tilraunum í fiskrcekt, sem sumar virðast hafa mistekizt. Þar er aðeins um það að rceða, að rannsóknirnar eru ekki enn komnar á það stig, að nceg vitneskja sé fyrir hendi. V.M. VEIÐIMAÐURINN 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.