Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 7

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 7
Eiríkur Sveinsson Sett í fjóra laxa Sumarið var 1981. Stundum var kalt, stundum var heitt og stundum mitt á milli. í ágústmánuði ákvað ég að bera ekki aðra beitu en flugu að ám þeim, sem ég fiska í. Fram að þeim tíma hafði ég náð í þrjá laxa, úr Selá og Hofsá í Vopnafírði snemma í júlí, en á þeim slóðum hóf ég veiðigöngu mína í ágúst 1957, og þá meina ég glímuna við fiskinn silfurbúna, sem oftlega hefur sig úr sæng sinni votu og kannar umhverfið í tígulegum boga, svo þeim, er á bakkanum stendur, hitnar, hverjar sem gráður lofts- ins mælast. 7. og 8. ágúst gekk ég um bakka Laxár ytri í Engihlíðar- og Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu. Tvær stengur eru leyfðar í ánni. Ain er vatnslítil og tær. Þar heitir efsti veiðistaður neðan stiga Hjónahylur, en að honum rennur áin þröngt og djúpt milli þverhnýpis og hleins, sem hefur sig hátt yfír veiðistaðinn. Nokkru ofar var þá unnið við lagfæringu á laxa- stiga. Fyrri daginn lullaði ég upp með ánni og kastaði í þá veiðistaði, sem vænlegir voru, án árangurs. Klukkan var 18, alskýjað, logn og hiti 12°. Brölti ég upp á hleinina ofan hyls- ins, en hún er óslétt að ofan, og stendur maður eins og haltur. Ég skyggndi mikinn Eiríkur Sveinsson lax í hylnum. Sælustraumur fór um kropp- inn, og ég hnýtti á fyrstu fluguna. í fyrsta kasti reis lax á fluguna, en náði henni ekki. Talsverður straumur er þarna frá norðurlandinu til suðurs fram að brotinu neðst í hylnum. Eftir stundarkorn skipti ég um flugu, svo aftur og aftur. Óreglulega risu laxarnir eða laxinn á flug- urnar, það vel, að héldu mér heitum. Loksins sótti ég trompið mitt, Rækju nr. 6, tvíkrækta. Hafði hún gefíð mér vænan lax í Selá 10. september árið á undan á Fossbreiðunni. Flugan var varla lent, þegar einn vinur- inn, stór og glampandi, hrifsaði hana. Allir þekkja tilfínninguna. Hófust nú stimpingar, sem laxinn leiddi, enda notaði hann sér betri stöðu í hinum djúpa Hjónahyl og nálgaðist hlein- VEIÐIMAÐURINN 5

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.