Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 12

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 12
15 mínútur, en þá strikaði hann niður ána. Nú sagði Oskar okkur, að laxinn myndi vera minnst 20 pund, sennilega 25 pund. En laxinn hélt áfram niður ána og sleit sambandinu við Oskar. Já, svona haga 25 punda laxar sér. Var það nokkur furða, að Oskar lallaði niður í bíl? „Tuttugu og fimm punda lax farinn, og hvar er rommið?“ Rommið var á sínum stað, og nú var laxinn kominn í 30 pund. „Hann fór með alla línuna, 100 metra af 30 punda línu. Svona haga stórlaxarnir sér.“ Við Siggi gengum niður gljúfrin. Allt í einu sáum við lax stökkva úti í miðri á. Ekki var allt með felldu, hvað þennan lax snerti, því að straumurinn réði ferð hans. Töldum við einsýnt, að þetta myndi vera laxinn Óskars. Köstuðum við spæni og kræktum í línuna. Tókst okkur aðdraga laxinn á land, og var hann þá dauður. Við fórum nú með laxinn upp í bíl til Óskars. Spurðum við Óskar, hvort hann kannaðist við laxinn. „Nei, ég á ekkert í þessum titti.“ En þetta var nú enginn tittur. Þetta var fallegur 14 punda lax. Þannig hafði 25 punda laxinn hans Óskars runnið um 11 pund á 30 mínútum. Eg gekk niður með ánni, að hylnum á móts við Sunnuhlíð. Og þar gerðist ævin- týrv Eg kastaði 30 gramma svörtum og hvít- um Toby efst í hylinn. Spónninn var ekki sokkinn, og ég ætlaði að fara að draga, þegar þrifið var í, og það hraustlega. Eg tók á móti, og það var ekki um að villast, að lax var á. Eg dró hann átakalítið upp á malareyrina fyrir neðan. Hann hafði tekið þannig, að skolturinn hafði lokast. En svona gengur það. Þetta var stærsti lax, sem ég hef veitt, 19¥t pund. Eftir að hafa landað þessum laxi varð mér litið yfir ána. Þar sér á túnrinda frá Grímstungu. Þar mun áður hafa staðið bærinn Þórhallastaðir, þar sem Grettir glímdi við Glám forðum. Ef þú veiðir í Vatnsdalsá, sækja á þig hugrenningar um liðna tíma. Þú verður þér þess meðvitandi, að þetta er landið þitt. Kópavogi, á mörsugi 1983. 10 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.