Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 15
Á leið íNorðurá utn 1962. Aftari röð f.v. Gísli Teitssott, Þórður Halldórsson, Lárus Bjarnason, Jóhattn og
Jón Sveinsson,fretnri röð Hákon Jónsson, Hrafn Jóhannsson, Auðunn Halldórsson (íjósm.jón Sveinsson,sjálftakari).
áfengis, því síður annarra vímugjafa. Hún
átti auðvitað við sæluvímu, því að hún
vissi, hvað okkur og öllum veiðimönnum
leið þar vel.
Þessa vísu bjó ég eitt sinn til um vistina
í Vímu:
Segja má víst með sanni,
að súpurnar mallar Gunnlaugur
til hæfis hverjum manni,
þó hann sé býsna matvandur.
Hann steikir, grillar og sýður
sérhvað er vandfýsnir kjósa sér.
Lofar hann alls kyns lýður,
sem lokkaður er til að vinna hér.
Við Norðurá hef ég átt margar ánægju-
stundir í starfi og leik með góðum félögum.
Þetta var oft átakavinna hjá okkur nefndar-
mönnum, og þá var notalegt að slappa af á
eftir heima í húsi á kvöldin:
Þarna var oft þungur róður,
og þreytan beygði menn í kút,
en ætíð var samt andinn góður,
og oft flaug þarna tappi úr stút.
Tvær stökur
Eitt sinn voru þrír Helgar með Jóhanni
í klaknefnd SVFR. Þá varð þessi vísa til
hjá honum:
Helga nefndin háttvís reynist
í hrygnu kreistingum.
Með laxahæng þó eitthvað leynist
af lúmskum freistingum.
Þegar veiðihúsið við Norðurá var í
VEIÐIMAÐURINN
13