Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 17

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 17
í hylnum. Á fimm tímum lönduðum við þarna átján löxum. Það var alltaf fiskur á. Lengstan tíma tók 18 punda hængur, sem Runólfur setti í. Þetta var mjög erfiður dreki, og það tók Runólf tæpan hálftíma að fást við hann. Þá voru ekki komnir þessir góðu burð- arpokar. Við vorum bara með strigapoka. Hann var orðinn fullur klukkan sjö, og þá hættum við.“ Frá ýmsum ám „Ég veiddi nokkrum sinnum í Mið- fjarðará og fannst hún feikilega skemmti- leg, sérstaklega Austuráin, sem er drauma- land fyrir náttúrubarn eins og mig. Hún er svo tröllaukin, og þar eru óhemjufallegir veiðistaðir. Einnig eru margir skemmtilegir staðir í Vesturánni. Jafnvel í efri Kistunni er hægt að veiða á flugu, en þá verður maður að vera með þunga flugu og sökklínu. Ég held, að margir athugi þetta ekki nógu vel, að koma flugunni vel niður. Ég hnýti oft flugur, sem ég þyngi með koparvafi. Mér fínnst betra að þyngja þær strax í hnýting- unni, því að flugan fer ekki eins vel á girn- inu, ef blýi er bætt á síðar. Það truflar jafn- vægið. Brekkulækjarstrengirnir í Miðfjarðará og Grjóthylurinn fannst mér líka mjög skemmtilegir veiðistaðir. Ég veiddi lengi á miðsvæðinu í Laxá í Kjós. Þá var SVFR með ána, en þannig var, að miðsvæðið seldist illa, og þá var leitað til okkar, nokkurra félaga, og við tók- um þetta. Svo endaði það auðvitað með því, að við vorum blóðöfundaðir. En þarna átti ég margar ágætar stundir. Stundum fékk maður úthlutun á neðra svæðinu, en það var alltaf mjög knappt. Þar fékk ég einn 18 pundarann minn, í strengnum beint fyrir neðan brúna, sem þá var kallaður Bláhylur, að því er Einar Tómasson sagði mér. Við Jón Eyjólfsson vorum þarna saman, og fengum sína þrjá hvor, alla á þessum sama stað. Og svo eru það Strengirnir í Grímsá. Mér finnst þeir alveg dásamlegir. Hann tekur ákaflega skemmtilega þar. Það eru Jóhann ogjón Sveinsson við Nautastreng íNorðurá um 1962 (ijó,m Jón Sveinsson, sjáUtakari) VEIÐIMAÐURINN 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.