Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 18
djúpar rásir ofan í klappirnar, og þegar hann kemur úr þeim á eftir flugunni, sér maður í hvítan kviðinn, þegar hann hvolfir sér yfir fluguna. Það er alveg stórkostlegt að sjá hann gera þetta. Ef það er miðlungs- vatn eða minna, tekur hann ævinlega svona. Og þarna er oft stór fiskur. Ég hef sáralítið veitt í Elliðaánum. Mér fínnst ég ekki vera kominn nóg út í náttúr- una. En ég hef verið þar nokkuð sem fylgd- armaður útlendinga, sem flestir hafa verið á vegum borgarinnar, en einnig annarra aðila. Ég var eitt sinn í Elliðaánum með yngri dóttur Krúsjoffs og tengdasyni. Ég setti í fisk fyrir þau bæði og lét þau síðan taka við stönginni. Þetta var ágætisfólk, og það var gott að leiðbeina henni, því að hún talaði bæði ensku og þýzku, en hann skildi helzt ekki annað en rússnesku, svo að það var miklu erfiðara að segja honum til. Ég var þarna oftar með Rússa, og það gat orðið erfitt, því að þeir þurftu helzt að vera saman í einum hnapp, urðu að sjá og heyra hver til annars. En Krúsjoff-fólkið var alveg til í að vera sitt í hvoru lagi. Ég veiddi í mörg ár á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu, og það var afskap- lega gaman. Það er ævintýri að fást við urriðann. Hann er svo sterkur, eins og erfíðasti lax, því að hann er öðru hverju alla ævina í miklum straumi, á eftir ætinu. Hann er feitur, og úthaldið alveg ótrúlegt. Sá stærsti, sem ég fékk, var átta pund. Ég hef aldrei veitt á laxveiðisvæðinu í Laxá í Þing., og það kemur nú bara til af því, að ég er svo sérvitur að vilja helzt vera einn, en þarna er maður svo víða háður fylgdarmanni, jafnvel manni í bát, og ég hef ekki áhuga fyrir því. Ég vil enga hjálp, þegar ég er að veiða, og mér er ekki gert neitt verra en það, þegar einhver ætlar að fara að hjálpa mér að landa og taka laxinn minn í fjöruborð- inu. Ég vil heldur missa hann en þiggja slíka hjálp!“ Síðasti laxinn „Ég veiddi síðasta laxinn minn í Hauka- dalsá árið 1979. Þetta var rúmlega 11 punda hrygna, og fékk ég hana í veiðistað, sem Vilki nefnist. Hún var gífurlega sterk, enda átti hún kyn til þess, því að þetta var brúnbakur. Þegar ég var með hana, sagði veiðifélagi minn, að hún hlyti að vera búin að festa sig bak við stein, þetta gæti ekki verið í lagi, eins og það gekk fyrir sig. En ég svar- aði, að ég fyndi alltaf fyrir henni, þetta væri ekkert óeðlilegt. Ég þekkti brúnbak- inn. Þetta var mjög falleg hrygna. Ég fékk hana á litla Elvu. Ég er sannfærður um, að ég hefði geflð henni líf, ef ég hefði mátt það. En við veiddum í pott, svo að ég hafði í rauninni ekki leyfí til að sleppa henni. Síðan hef ég ekki reynt að veiða lax. Þarna fann ég það virkilega, hvað að var. Þegar þannig er komið, að maður kvíðir fyrir því að fá fallegan lax og þurfa að drepa hann, þá er veiðiáhuginn búinn, og ef maður hefur ekki áhuga, þá veiðir maður ekki. Þegar maður er farinn að þvinga sig til að gera þetta, þágengur það ekki lengur. Þetta er uppeldið. Maður er búinn að streða við að koma upp laxastofnum í ám og farinn að líta á þetta sem hálfgerð hús- dýr. En eftir sem áður hef ég afskaplega mikið gaman af að fara með félögum mínum í veiðiferðir og vera úti í náttúr- unni. Það hefur ekkert breytzt.“ 16 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.