Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 20
væri myndrænni, okkar með ullarföt- unum, kotunum og sokkaleistunum eða saltfiskreiturinn hjá þeim Einarsbræðrum. Þá komu þeir sér einnig vel, hellisskút- arnir þarna í Hamrinum, til að skýla nekt sinni og þar voru málin krufín til mergjar, - hvers vegna slapp sá stóri? - hvers vegna stal þessi litli af? - voru önglarnir of litlir eða línan of sver?, - og þarna voru ný vél- ráð brugguð, því það skyldi heppnast betur næst. Þarna voru einnig gerðar langtíma framtíðaráætlanir um það hvað við kæmum til með að veiða stóra, þegar við værum orðnir eins stórir og karlarnir, sem stóðu þarna undir göflunum, svo íbyggnir á svip- inn, með barðastóra hatta og hendurnar á kafí í buxnavösunum. Sjálfsagt hefur eitthvað af þessum áætlunum ræst, og er því ekki úr vegi að kafa af og til í hugskotið til að orna sér við ljúfar minningar, einkum þegar dag tekur að stytta og biðin langa hefst. Að þessu sinni köfum við grunnt, aðeins að síðastliðnu ári. Það var 2. ágúst, við hjónin höfðum verið við myndatöku um morguninn, í hinu forkunnarfagra umhverfi Mývatns, í glaða sólskini og breiskjuhita. Þar er af nógu að taka, Kálfastrand- arvogar, Dimmuborgir, Námaf]all og Leirhnjúkur, svo eitthvað sé nefnt af þeim djásnum er Mývatnssveit prýða. Um hádegið var farið að draga upp á himininn og því ákveðið að hvíla sig á myndatökunni, en taka þess í stað fram veiðidótið. Það var ekið til Hólmfríðar á Arnarvatni og falast eftir veiðileyfum í Laxá, en hún átti því miður aðeins eina stöng í Geldinga- ey, en þar eru leyfðar tvær stangir. Þar sem tvær stundir voru þar til við máttum hefja veiðarnar, ákváðum við að leggja bílnum við brýrnar út í eyna og halla okkur þar, enda þreytt og syfjuð eftir röltið um morguninn. Við vöknuðum svo við það, að bíl var ekið að okkur, og var þar kominn hinn veiðimaðurinn, með son sinn með sér. Ég nuddaði stírurnar úr augunum og gaf mig á tal við þá. Faðirinn sagðist vera kunnugur þarna og hann ætlaði sér að veiða sunnanverðu úr eynni, þar sem eru Gunnlaugsvað og Hagatá, en það eru einu veiðistaðirnir sem ég þekki þarna. Hef ég nokkrum sinnum fengið fallega veiði á báðum þessum stöðum. En hann sagði mér, að það væru ekki síðri veiðistaðir að norðanverðu og að hann hefði oft fengið þar góða veiði. Nefndi hann nokkra veiðistaði, sem ég kannaðist lítillega við af fjölrituðum blöðum Stefáns Jónssonar um Laxá, sem Armenn gáfu út á sínum tíma, en ég hafði aldrei veitt þar. Þar sem aflinn er ekki aðalatriðið hjá okkur hjónunum, þá samþykkti ég allt, sem maðurinn sagði, orða- og umyrðalaust. En ólíkt finnst mér það viðkunnanlegra, að dregið sé um veiðisvæði, þar sem fleiri en ein stöng eiga í hlut. Við röltum nú upp með ánni og köstuð- um á stöku stað, en urðum lítið vör, þó fékk ég tvo gogga við Garnhólmaskerið, þar sem Kráká kemur í Laxá, en ég sleppti þeim báðum, þar sem þeir rétt stóðust mál, sem er 35 sm. Einnig fékk ég einn á Slæð- unni og tvo rétt ofan við stífluna, sem sprengd var í Miðkvísl, en sleppti þeim öllum. Veiðistaðurinn fyrir neðan hina frægu Miðkvíslarstíflu heitir Brunnhellishró, og þar ákváðum við að fá okkur kaffisopa, enda búin að ganga í nær þrjá tíma. 18 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.